| Titill: | Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga : Niðurstöður fyrir árið 2012Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga : Niðurstöður fyrir árið 2012 |
| Höfundur: | Eva Yngvadóttir 1964 ; Gyða Mjöll Ingólfsdóttir ; Friðrik Gunnarsson ; Páll Höskuldsson |
| URI: | http://hdl.handle.net/10802/2688 |
| Útgefandi: | EFLA verkfræðistofa |
| Útgáfa: | 04.2013 |
| Efnisorð: | Umhverfismat; Grundartangi |
| Tungumál: | Íslenska |
| Tegund: | Skýrsla |
| Útdráttur: | Skýrslan inniheldur niðurstöður umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðisins á Grundartanga fyrir árið 2012. Tilgangur
vöktunarinnar er að meta þau áhrif á umhverfið sem starfsemi á iðnaðarsvæðinu veldur. Umhverfisvöktunin 2012 fór fram samkvæmt nýrri umhverfisvöktunaráætlun sem samþykkt er af Umhverfisstofnun fyrir árin 2012 – 2021. Eftirfarandi þættir voru vaktaðir: loftgæði, árvötn, umhverfi flæðigryfja í sjó, gróður, hey og grasbítar. Niðurstöður vöktunar árið 2012 fyrir loftgæði, árvötn, hey og flæðigryfjur leiða í ljós að öll viðmiðunarmörk sem sett eru í starfsleyfum og reglugerðum eru uppfyllt í öllum tilvikum nema einu. Sólarhringsmeðalstyrkur brennisteinstvíoxíðs fór 15 sinnum yfir gróðurverndarmörk og lægri heilsuverndarmörk, en leyfilegt er að fara yfir þau mörk sjö sinnum árlega. Meðalstyrkur flúors í kjálkabeinum sauðfjár hefur hækkað frá 1997 en hins vegar er ekki greinilegt samband á milli tannheilsu sláturfjár og styrk flúors í kjálkabeinum. Auk þess sem áhrif flúors voru ekki greinanleg á tönnum eða liðum lifandi sauðfjár og hrossa. Styrkur flúors mældist í öllum tilvikum undir þolmörkum gróðurs. |
| Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
|---|---|---|---|
| Umhverfisvoktun_2012_Lokaeintak_rafraent.pdf | 5.410Mb |
Skoða/ |