#

Effect of superchilled processing of whole whitefish – pre rigor

Skoða fulla færslu

Titill: Effect of superchilled processing of whole whitefish – pre rigorEffect of superchilled processing of whole whitefish – pre rigor
Höfundur: Aðalheiður Ólafsdóttir ; Björn Margeirsson 1979 ; Kolbrún Sveinsdóttir 1974 ; Sigurjón Arason 1950 ; Eyjólfur Reynisson 1977 ; Emilía Martinsdóttir 1949
URI: http://hdl.handle.net/10802/2583
Útgefandi: Matís
Útgáfa: 05.2012
Ritröð: Vinnsla, virðisaukning og eldi ;Skýrsla Matís ; 22-12
Efnisorð: Þorskur; Gerlar; Kæling
ISSN: 1670-7192
Tungumál: Enska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Markmið tilraunarinnar var að rannsaka áhrif ofurkælingar á skemmdarferla og
geymsluþol heils fisks og flaka. Rannsókn var gerð á heilum þorski ofurkældum
fljótlega eftir veiði og einnig á áhrifum ofurkælingar á flök unnum úr
ofurkældum þorski og þorski kældum í ís á hefðbundinn hátt. Notaðar voru
hitamælingar, skynmat, efna‐ og örverumælingar til að bera eftirfarandi
tilraunahópa saman, en þeir voru geymdir við –1.4 til –1.2 °C meðalhita:
1) NC: heill þorskur kældur í ís
2) SC: ofurkældur heill þorskur
3) NC‐NC: hefðbundin flakavinnsla úr heilum þorski kældum í ís
4) NC‐SC: ofurkæld flök unnin úr heilum þorski kældum í ís
5) SC‐NC: hefðbundin flakavinnsla úr ofurkældum heilum þorski
6) SC‐SC: ofurkæld flök unnin úr ofurkældum heilum þorski
Niðurstöður skynmats benda til þess að ofurkæld vinnsla á heilum þorski geti
lengt geymsluþol hans um tvo daga. Ofurkæling á heilum þorski hafði ekki áhrif
á sýrustig, vatnsinnihald, vatnsheldni og örveruvöxt í heilum fisk samanborið við
fisk sem ekki var ofurkældur í vinnslu. Samkvæmt skynmati var lítinn mun að
finna á geymsluþoli mismunandi flakahópa. Geymsluþol var metið 16–18 dagar,
sem er nokkuð langur tími fyrir þorskflök. Ferskleikatímabil tilraunahópsins SCSC
virtist þó vera heldur lengra en hinna hópanna. Líkt og fyrir heila þorskinn
reyndist lítill munur milli flakahópanna m.t.t. örveruvaxtar, efna‐ og
eðliseiginleika. Takmarkaðan mun milli tilraunahópa má mögulega skýra með
stöðugum og ofurkældum geymsluaðstæðum. Með hliðsjón af því er ráðgert að
framkvæma aðra sambærilega tilraun þar sem hermt verður eftir dæmigerðari umhverfishitaferlum í flutningi ferskfiskafurða (0–4 °C) en í þessari tilraun (–1.4
til –1.2 °C).


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Matís 22-12 Sup ... le whitefish pre-rigor.pdf 1.075Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta