#

Vinnsluferlar smábáta

Skoða fulla færslu

Titill: Vinnsluferlar smábátaVinnsluferlar smábáta
Höfundur: Gunnar Þórðarson 1954 ; Albert Högnason 1960 ; Óðinn Gestsson 1959
URI: http://hdl.handle.net/10802/2568
Útgefandi: Matís
Útgáfa: 03.2012
Ritröð: Vinnsla, virðisaukning og eldi ;Skýrsla Matís ; 08-12
Efnisorð: Bolfiskar; Kæling
ISSN: 1670-7192
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Rétt blóðgun á bolfiski getur haft umtalsverð áhrif á gæði afurða sem
framleidd eru. Sýnt hefur verið fram á að mikill gæðamunur getur verið
á vel blóðtæmdum fiski og illa blóðguðum, og getur þeirra áhrifa gætt
eftir frystingu afurða.
Í þessu verkefni var þróaður búnaður sem nota mætti í smábátum, en
myndi tryggja að allir fiskar sem dregnir eru á línu fái sömu meðhöndlun
og nægilegan tíma í miklum sjóskiptum meðan blóðtæming á sér stað.
Farnar voru samtals þrjár ferðir með Gesti ÍS, sem er 10 tonna línubátur
gerður út frá Suðureyri og gerður út af Fiskvinnslu Íslandssögu. Í síðustu
ferðinni var nýr búnaður, Rotex búnaður frá 3X Technology, prófaður.
Niðurstaðan lofar góðu og voru skipverjar sammála um að búnaðurinn
uppfyllti allar þeirra kröfur og niðurstaða gefur greinilega vísbendingu
um að gæði landaðs afla hafi batnað. Ískrapi í körum sem fiskurinn er
geymdur í þar til hann er unnin, er hreinn og tær en ekki blóðblandaður
og mengaður úrgangi úr maga fisksins.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Matís 08-12 Vinnsluferill smábáta Lokaskýrsla.pdf 418.3Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta