#

Íslenski hesturinn: stuðningur ríkis, stjórnsýsla og félagslegt bakland

Skoða fulla færslu

Titill: Íslenski hesturinn: stuðningur ríkis, stjórnsýsla og félagslegt baklandÍslenski hesturinn: stuðningur ríkis, stjórnsýsla og félagslegt bakland
Höfundur: Bjarni Snæbjörn Jónsson 1956
URI: http://hdl.handle.net/10802/2539
Útgefandi: Capacent
Útgáfa: 04.2011
Efnisorð: Gæðamat; Hestamennska; Íslenski hesturinn; Stjórnsýsla
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Skýrsla unnin fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið.
Útdráttur: Í þessu skjali er að finna umfjöllun um starfsemi og stuðning á vegum ríkisins er snýr að málefnum hestamennsku og íslenska hestsins. Verkið er unnið af Bjarna Snæbirni Jónssyni fyrir mennta-og menningarmálaráðuneyti og sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneyti.
Í verksamningi er áskilið að gera skuli úttekt á opinberum stuðningi og umgjörð stjórnsýslu tengda íslenska hestinum, en auk þess kortlagningu á hagsmunum, félagsstarfi og útlistun á ýmsum álitamálum sem tengjast málefninu
Verkið var fyrst og fremst unnið út frá fyrirliggjandi upplýsingum um fjárframlög og kostnað ríkisins. Reynt var að takmarka gagnaöflun sem mest við það sem var hægt að tengja málefninu með tiltölulega skýrum hætti.
Það er ljóst, að hagsmunir af starfsemi í kringum íslenska hestinn liggja víða og eru hagrænir og viðskiptalegir hagsmunir umtalsverðir. Úttekt á heildarmyndinni að því er þetta varðar er vissulega áhugaverð, en er ekki hluti af þessu verkefni. Fyrst og fremst er reynt að varpa ljósi á stjórnsýslu-og hagsmunatengsl til þess að gefa mynd af umfangi málaflokksins.
Fjallað verður um ýmis álitamál sem komu fram við gerð þessarar úttektar og hafa komið fram í samtölum á ýmsum stigum hennar, en ekki eru gerðar beinar tillögur um breytingar. Að mati höfundar þarf slíkt að koma í kjölfar umræðu meðal þeirra sem málið varðar.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
utt_isl_hesturinn_2011.pdf 775.2Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta