#

Stefnumótun Landmælinga Íslands 2011-2015

Skoða venjulega færslu

dc.date.accessioned 2012-07-25T12:02:57Z
dc.date.available 2012-07-25T12:02:57Z
dc.date.issued 2011
dc.identifier.uri http://hdl.handle.net/10802/2492
dc.description Landmælingar Íslands eru leiðandi þekkingarstofnun sem hefur það hlutverk að
safna, vinna úr, varðveita og miðla landupplýsingum um Ísland. Landupplýsingar
eru grundvallargögn hvers samfélags og tryggja aðgang samfélagsins að upplýsingum
varðandi umhverfi og náttúru. Landupplýsingar eru einnig mikilvægar til þess að styðja
stefnumótun stjórnvalda á ýmsum sviðum s.s. á sviði framkvæmda, skipulagsmála,
umhverfismála og vöktunar á náttúruvá.
Mikil breyting hefur orðið á starfsumhverfi Landmælinga Íslands undanfarin ár
vegna aukinnar notkunar almennings á landupplýsingum og örrar tækniþróunar á því
sviði.
Á árinu 2010 var lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um grunngerð landupplýsinga
sem tekur mið af INSPIRE tilskipun Evrópusambandsins um notkun og miðlun
landupplýsinga. Í frumvarpinu er m.a. gert ráð fyrir að Landmælingar Íslands hafi
forystu um innleiðingu INSPIRE hér á landi og miðast eftirfarandi stefnumótun við
þær breytingar. Þá er einnig horft til ýmissa innri og ytri aðstæðna sem hafa breyst
í samfélaginu auk mögulegra úrbótaverkefna sem nú er verið að vinna að í íslenskri
stjórnsýslu.
Allir starfsmenn Landmælinga Íslands tóku þátt í mótun nýrrar stefnu og markmiða
fyrir árin 2011–2015. Vinnuna leiddi fjögurra manna stýrihópur sem í voru auk
undirritaðs, Jensína Valdimarsdóttir starfsmannastjóri, Eydís Líndal Finnbogadóttir
forstöðumaður landupplýsingasviðs og Eyþór Ívar Jónsson ráðgjafi og sérfræðingur í
stefnumótun. Aðkoma allra starfsmanna leiddi til mjög gagnlegra skoðanaskipta um
tækifæri og ógnanir í starfseminni auk þess sem mikil áhersla var lögð á nýsköpun og
samvinnu.
is
dc.language.iso is
dc.publisher Landmælingar Íslands is
dc.subject Landmælingar is
dc.subject Stefnumótun is
dc.title Stefnumótun Landmælinga Íslands 2011-2015 is
dc.type Skýrsla is


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Stefnumotun_LMI_2011-2015.pdf 891.3Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða venjulega færslu

Leita


Fletta