#

Starfsgreinaráð og starfsgreinanefnd : Stefna og verklag

Skoða fulla færslu

Titill: Starfsgreinaráð og starfsgreinanefnd : Stefna og verklagStarfsgreinaráð og starfsgreinanefnd : Stefna og verklag
Höfundur: Elín Thorarensen 1964 ; María Kristín Gylfadóttir 1971
URI: http://hdl.handle.net/10802/243
Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Útgáfa: 2010
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Starfsgreinaráð komu fyrst til sögunnar í lögum um framhaldsskóla árið 1996. Tilgangurinn með stofnun þeirra var að auka aðkomu aðila atvinnulífs að stefnumótun og uppbyggingu starfsnáms og þannig sömuleiðis auka ábyrgð þeirra á starfsnámi þannig að það væri betur tryggt að námið væri á hverjum tíma í samræmi við kröfur og þarfir atvinnulífs fyrir starfsfólk. Samkvæmt lögum eiga starfsgreinaráð að vera ráðherra til ráðgjafar um starfsnám á framhaldsskólastigi og sinna skilgreindu hlutverki.
Starfgreinanefnd samkvæmt nýjum lögum um framhaldsskóla frá 2008 tekur við af samstarfsnefnd um starfsnám á framhaldsskólastigi sem kveðið var á um í lögunum frá 1996. Samkvæmt lögum er hlutverk starfsgreinanefndar tvíþætt; að vera ráðherra til ráðgjafar um stefnumótun í starfsnámi og framkvæmd starfsnáms; að vera vettvangur samráðs og samræmingar milli starfsgreinaráða.
Í þessari skýrslu sem unnin er að beiðni mennta- og menningarmálaráðuneytisins er leitast við að svara því hvernig framkvæmd og verklagi starfsgreinaráða og starfsgreinanefndar verður best háttað til ársins 2014. Við greiningu á viðfangsefninu var stuðst við verkfæri viðskiptafræða og verkefnastjórnunar. Þannig voru helstu hagsmunaaðilar kortlagðir með hagsmunaaðilagreiningu, tekin viðtöl við úrtak hagsmunaaðila, ný lög borin saman við fyrri lög og ársskýrslur starfsgreinaráða skoðaðar. Við gerð tillagna var stuðst við verkfæri eins og áhættugreiningu, PESTEL og SVÓT greiningu og hlutverkafléttu.
Eftirfarandi þrír valkostir eru taldir vera fyrir hendi fyrir ráðuneytið til að tryggja starfsgreinaráðum nauðsynlega aðstöðu og stuðning og auka skilvirkni þeirra:
1. Óbreytt staða varðandi umsýslu en endurskoðað verklag og fjármögnun
2. Öll starfsgreinaráð gera þjónustusamning við Iðuna eða aðra þjónustustofnun
3. Sett verði á laggirnar þjónustustofnun sem heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneyti og öll starfsgreinaráð tilheyra
Skýrsluhöfundar gera ekki tilraun til að meta hvaða valkostur er fýsilegastur en hver þeirra felur í sér mismunandi áhrif á rekstur starfsgreinaráða, virkni og möguleg tækifæri til aukinnar skilvirkni. Það er ráðuneytis að meta frekar kosti og galla hvers valkosts og velja einn eða fleiri til nánari útfærslu. Þó leggja skýrsluhöfundar áherslu á að ef valkostur eitt verður fyrir valinu er engu að síður mikilvægt að ráðuneytið endurskoði eigi að síður verklagsreglur og fjármögnun starfsgreinaráða.
Sett er fram útfærð tillaga að skipulagi á starfsemi starfsgreinanefndar og drög að skipuriti sem á að tryggja gagnsæi og virkni í starfseminni sem og aðkomu sem flestra hagsmunaaðila að störfum nefndarinnar.
Að síðustu eru tilgreindir nokkrir verklagsþættir sem mennta- og menningarmálaráðuneyti þarf að huga að og gætu auðveldað því að sinna hlutverki sínu gagnvart starfsgreinaráðunum og starfsgreinanefndinni með nánari útfærslu.
Ef mennta- og menningarmálaráðuneytið ákveður að fara út í stórtækar breytingar er mjög brýnt að sérfræðingar verði hafðir með í ráðum frá upphafi og að lögð verði áhersla á að hér sé um breytingar á skipulagi og verkferlum að ræða sem eigi ekki að auka vinnuálag á starfsfólk. Sömuleiðis er mikilvægt að ráðuneytið standi rétt að kynningu á breytingum gagnvart hagsmunaaðilum. Mælst er til þess að allar breytingar sem gerðar verði komi til framkvæmda sem allra fyrst þannig að starfsgreinaráð og starfsgreinanefnd geti nú strax í upphafi nýs starfstímabils tekist á við verkefni sín og uppfyllt skilgreindar kröfur um framkvæmd.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
starfsgr_og_starfsgrnefnd_2010.pdf 2.056Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta