#

Skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis

Skoða fulla færslu

Titill: Skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar AlþingisSkýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis
Höfundur: Þingmannanefnd um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis
URI: http://hdl.handle.net/10802/2208
Útgefandi: Alþingi
Útgáfa: 09.2010
Ritröð: 138. löggjafarþing 2009-2010 ; Þskj. 1501 - 705. mál.
Efnisorð: Rannsóknarnefnd Alþingis 2008; Alþingi; Bankahrunið 2008
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Umrædd þingmannanefnd var kosin á
Alþingi 30. desember 2009 og er hún skipuð þingmönnum úr öllum þingflokkum. Nefndina
skipa Atli Gíslason formaður (Vg), Unnur Brá Konráðsdóttir varaformaður (S), Birgitta
Jónsdóttir (H), Eygló Harðardóttir (F), Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg), Magnús Orri Schram
(Sf), Oddný G. Harðardóttir (Sf), Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) og Sigurður Ingi Jóhannsson
(F). Margrét Tryggvadóttir (H) starfaði með nefndinni í forföllum Birgittu Jónsdóttur.
Útdráttur: Þrír stærstu bankarnir féllu og ríkið yfirtók reksturinn. Í kjölfar þessara atburða samþykkti
Alþingi að setja á fót sérstaka nefnd til þess að rannsaka bankahrunið, aðdraganda þess og
orsakir sem og tengda atburði. Til rannsóknarnefndarinnar var stofnað með lögum nr. 142/
2008, um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra
atburða, og til starfans voru fengnir óháðir sérfræðingar, dr. Páll Hreinsson hæstaréttardómari,
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, og dr. Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur
og kennari við Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Hlutverk rannsóknarnefndarinnar
var að varpa ljósi á ástæður bankahrunsins haustið 2008, greina orsakir þess og fjalla um og
leggja mat á hvort um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða við framkvæmd laga og
reglna um fjármálastarfsemi á Íslandi og eftirlit með henni. Eins átti hún að leggja mat á það
hver kynni að bera ábyrgð á mistökum sem gerð voru og kanna hvort nokkur hefði sýnt af
sér vanrækslu í störfum sínum. Að auki var það hlutverk nefndarinnar að afla upplýsinga um
starfsemi hinna föllnu fjármálafyrirtækja og gera úttekt á reglum íslenskra laga um fjármálamarkað,
skoða hvernig eftirliti með fjármálastarfsemi var háttað á árunum fyrir hrunið auk
þess að vekja athygli hlutaðeigandi yfirvalda á málum þar sem grunur vaknaði um refsiverða
háttsemi eða brot á starfsskyldum. Við lok vinnu sinnar gaf rannsóknarnefndin út skýrslu þar
sem rökstuddar eru niðurstöður hennar ásamt ábendingum og tillögum um úrbætur. Þá skipaði
forsætisnefnd einnig sérstakan vinnuhóp til að leggja mat á hvort skýringar á falli
íslensku bankanna mætti rekja til starfshátta og siðferðis. Þann hóp skipuðu Vilhjálmur Árnason,
prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar
Háskóla Íslands, og Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisráðs. Skilaði
hópurinn niðurstöðu sinni í skýrslu sem finna má í viðauka 1 við rannsóknarskýrsluna.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
1501.pdf 27.26Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta