#

Barnabókmenntir í skólastarfi : byrjendalæsi og grunnþættir menntunar

Skoða fulla færslu

Titill: Barnabókmenntir í skólastarfi : byrjendalæsi og grunnþættir menntunarBarnabókmenntir í skólastarfi : byrjendalæsi og grunnþættir menntunar
Höfundur: Rannveig Oddsdóttir 1973 ; Halldóra Haraldsdóttir 1951 ; Jenný Gunnbjörnsdóttir 1965
URI: http://hdl.handle.net/10802/19566
Útgáfa: 2018
Efnisorð: Ritrýndar greinar; Kennsluaðferðir; Læsi; Barnabókmenntir (umfjöllun)
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://netla.hi.is/serrit/2018/bokmenntir_listir_menntun/08.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991011537919706886
Birtist í: Bókmenntir, listir og grunnþættir menntunar : 2018
Athugasemdir: Rafræn útgáfa eingöngu
Útdráttur: Núgildandi menntastefna á Íslandi, sem birt er í aðalnámskrám leik-, grunn- og framhaldsskóla, er reist á sex grunnþáttum menntunar sem byggjast á því viðhorfi að menntun hafi bæði gildi fyrir einstaklinginn sjálfan og samfélagið. Grunnþættirnir eru: læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Þeir eiga að vera leiðarljós í skólastarfi frá leikskóla til framhaldsskóla og fléttast inn í allar námsgreinar. Barnabókmenntir geta opnað sýn inn á ólík svið samfélags og umhverfis og gefa tækifæri til að vinna með þau atriði sem falla undir grunnþætti menntunar. Í þessari grein er fjallað um niðurstöður rannsóknar á því hvernig grunnþættir menntunar birtast í vinnu út frá barnabókum í 1. og 2. bekk í skólum sem nota kennsluaðferðina Byrjendalæsi. Rannsóknargögn voru sótt í gagnagrunn sem til varð í umfangsmikilli rannsókn á Byrjendalæsi á árunum 2013–2015. Gögnin sem unnið var með eru úr vettvangsathugunum í sex skólum sem nota Byrjendalæsi, viðtölum við kennara í sömu skólum og kennsluáætlunum fyrir þær vikur þegar vettvangsathuganirnar fóru fram. Í kennsluaðferðinni Byrjendalæsi eru barnabækur notaðar á markvissan hátt í læsiskennslu og sýndu niðurstöðurnar að í Byrjendalæsisvinnunni gáfust einnig tækifæri til að vinna með grunnþættina sex út frá efni bókanna. Í mörgum tilvikum nýttu kennarar þessi tækifæri vel. Unnið var með læsi á fjölbreyttan hátt út frá bókunum, sköpun skipaði mikilvægan sess í náminu og dæmi voru um umræður sem tengja mátti lýðræði og mannréttindum og heilbrigði og velferð. Færri dæmi voru um beina vinnu með grunnþættina jafnrétti og sjálfbærni...


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
08.pdf 489.4Kb PDF Skoða/Opna Heildartexti

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta