#

Margbrotið hlutverk leiklistarkennarans í kennslu leiklistar í tengslum við innleiðingu á leiklist

Skoða fulla færslu

Titill: Margbrotið hlutverk leiklistarkennarans í kennslu leiklistar í tengslum við innleiðingu á leiklistMargbrotið hlutverk leiklistarkennarans í kennslu leiklistar í tengslum við innleiðingu á leiklist
Höfundur: Rannveig Björk Þorkelsdóttir 1962
URI: http://hdl.handle.net/10802/19565
Útgáfa: 2018
Efnisorð: Ritrýndar greinar; Grunnskólar; Leiklist; Listkennsla; Starfshættir
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://netla.hi.is/serrit/2018/bokmenntir_listir_menntun/07.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991011537759706886
Birtist í: Bókmenntir, listir og grunnþættir menntunar : 2018
Athugasemdir: Rafræn útgáfa eingöngu
Útdráttur: Viðfangsefni þessarar greinar er að varpa ljósi á og dýpka skilning á leiklistarkennslu í grunnskóla við innleiðingu leiklistar sem fags. Greinin byggist á doktorsritgerð höfundar frá árinu 2016. Bakgrunnur doktorsverkefnisins er sá að árið 2013 kom út ný aðalnámskrá grunnskóla fyrir tiltekin greinasvið og var leiklist þá skilgreind sem sérstakt listfag í fyrsta skipti. Viðfangsefni og rannsóknarspurning verkefnisins var eftirfarandi: Hvernig er staðið að innleiðingu leiklistar í grunnskólum á Íslandi? Rannsóknin var byggð á eigindlegri rannsóknarhefð og fellur undir etnógrafíska rannsókn á grunni félags- og menningarkenninga. Markmið etnógrafíunnar er að leitast við að skoða og skilja sjónarhorn þeirra sem rannsakaðir eru. Veturinn 2013– 2014 heimsótti ég tvo skóla í Reykjavík, Brekkuskóla (5. bekkur) og Fjallaskóla (6. bekkur), og fylgdist þar með tveimur kennurum kenna leiklist. Niðurstöðurnar eru kynntar með menningarlegu portretti, þykkum lýsingum og í gegnum narratívu. Kenningar Stephen Kemmis og Peter Grootenboer „practice architectures“ eru hafðar að leiðarljósi í rannsóknarvinnunni. Ég grandskoðaði menningu skólanna með tilliti til kenninga Stephen Kemmis um arkitektúr og vistfræði starfshátta. Niðurstöður rannsóknarinnar kalla á breytingar í faglegri þróun leiklistarkennarans. Enn fremur kallar rannsóknin á endurskilgreiningu leiða til að styðja starfsþróun leiklistarkennarans og breyta kennsluháttum hans, nemendum til góða.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
07.pdf 467.2Kb PDF Skoða/Opna Heildartexti

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta