Titill:
|
Sérfræðingskápan - nám í hlutverki : rannsókn á notkun kennsluaðferða leiklistar í skólastarfi með ungum börnumSérfræðingskápan - nám í hlutverki : rannsókn á notkun kennsluaðferða leiklistar í skólastarfi með ungum börnum |
Höfundur:
|
Hákon Sæberg Björnsson 1990
;
Ása Helga Ragnarsdóttir 1949
|
URI:
|
http://hdl.handle.net/10802/19559
|
Útgáfa:
|
2018 |
Efnisorð:
|
Ritrýndar greinar; Kennsluaðferðir; Leiklist; Hlutverkaleikir; Áhugahvöt
|
Tungumál:
|
Íslenska
|
Tengd vefsíðuslóð:
|
http://netla.hi.is/serrit/2018/bokmenntir_listir_menntun/04.pdf
|
Tegund:
|
Bók |
Gegnir ID:
|
991011536109706886
|
Birtist í:
|
Bókmenntir, listir og grunnþættir menntunar : 2018
|
Athugasemdir:
|
Rafræn útgáfa eingöngu |
Útdráttur:
|
Í þessari grein er sagt frá rannsókn á notkun kennsluaðferðarinnar sérfræðingskápunnar í íslensku skólastarfi. Aðferðin er á sviði leiklistar í kennslu og byggist á því að nám nemenda fari fram í hlutverki sérfræðinga í tilteknu viðfangsefni innan ímyndunarheims. Þannig læra nemendur í gegnum frjálsan ímyndunarleik en fjölmargir fræðimenn telja hann vera náttúrulega leið barna til náms og þroska. Rannsóknin var starfendarannsókn og fór fram haustið 2016. Þátttakendur í rannsókninni voru þrír kennarar og 41 nemandi 2. bekkjar í grunnskóla í Reykjavík. Gagna var aflað með rannsóknardagbók, myndbandsupptökum, samtölum við kennara og viðtölum við nemendur. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvernig kennsluaðferðin sérfræðingskápan nýtist kennara í starfi og hvaða áhrif það hefur á kennsluhætti hans að greina það nám sem fram fer í skólastofunni þegar nemendur bregða sér í hlutverk í námi sínu. Rannsóknarspaurningin var: Hvernig tekst að nota sérfræðingskápuna í kennslu og hvaða áhrif hefur notkun hennar á kennslu? Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að notkun rannsakenda á sérfræðingskápunni hafi bætt upplifun nemenda af námi. Þá virðist notkun sérfræðingskápunnar geta stuðlað að tilfinningalegri hvatningu í náminu fyrir nemendur. Áhugi nemenda virtist aukast þegar þeir upplifðu spennu í náminu og það jók afköst þeirra. Niðurstöðurnar benda til þess að frekari rannsóknir á notkun sérfræðingskápunnar í íslensku skólastarfi séu æskilegar til þess m.a. að kanna betur áhrif notkunarinnar á námsárangur. Niðurstöðurnar ættu einnig að vera kennurum hvatning til að kynna sér aðferðina og nota hana í eigin kennslu, auka vægi ímyndunarleiks í námi og auka þannig áhuga nemenda á því sem fram fer í skólanum |