#

Laxdæla saga og siðferðilegt uppeldi í skólum

Skoða fulla færslu

Titill: Laxdæla saga og siðferðilegt uppeldi í skólumLaxdæla saga og siðferðilegt uppeldi í skólum
Höfundur: Atli Harðarson 1960 ; Ólafur Páll Jónsson 1969 ; Róbert Jack 1971 ; Sigrún Sif Jóelsdóttir 1975 ; Þóra Björg Sigurðardóttir 1978
URI: http://hdl.handle.net/10802/19532
Útgáfa: 2018
Efnisorð: Ritrýndar greinar; Bókmenntakennsla; Unglingastig grunnskóla; Siðferði; Orðaforði
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://netla.hi.is/serrit/2018/bokmenntir_listir_menntun/01.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991011532709706886
Birtist í: Bókmenntir, listir og grunnþættir menntunar : 2018
Athugasemdir: Rafræn útgáfa eingöngu
Útdráttur: Rannsóknin sem hér segir frá er hluti af stærra verkefni sem fjallar um samspil bókmenntakennslu og siðferðilegs uppeldis. Það var skipulagt með hliðsjón af rannsóknarverkefni við The Jubilee Centre for Character and Virtues við háskólann í Birmingham á Englandi. Í þessari grein er fjallað um tvær eftirfarandi spurningar sem báðar varða orðaforða sem notaður er til að tala um siðferði: i. Hvers vegna er mikilvægt að efla siðferðilegan orðaforða unglinga? ii. Er hægt að nota Laxdæla sögu sem námsefni til að kenna unglingum orðaforða sem þeir geta notað til að tala um siðferðilegar dygðir og lesti? Fyrri spurningunni er svarað með vísun í skrif um siðfræði og siðferðilegt uppeldi og færð rök fyrir því að vald á orðaforða til að ræða og hugsa um siðferði sé mikilvægur hluti af siðferðisþroska. Seinni spurningunni er svarað með rannsókn sem var gerð í þrem grunnskólum þar sem stytt útgáfa af Laxdæla sögu var kennd á unglingastigi. Við lögðum próf fyrir nemendur bæði áður en kennslan hófst og eftir að henni lauk. Auk megindlegra gagna sem var aflað með þessum prófum söfnuðum við eigindlegum gögnum með heimsóknum í kennslustundir, viðtölum við kennara og samræðum við rýnihópa nemenda. Greining á niðurstöðum prófanna benti til þess að kennslan hefði bætt skilning nemenda á orðaforða um siðferðilegar dygðir. Í viðtölum við kennarana kom fram að þeim þótti umfjöllunin um orðaforðann ekki taka tíma frá yfirferð sögunnar, heldur greiða fyrir henni og gera hana auðveldari. Samtöl við rýnihópa nemenda staðfestu að yfirferðin bætti við þann orðaforða sem þeir höfðu til að ræða um siðferðileg efni. Svarið við seinni spurningunni er því að vel má nota Laxdæla sögu sem námsefni til að auka siðferðilegan orðaforða


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
01.pdf 302.7Kb PDF Skoða/Opna Heildartexti

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta