#

Hitastigulsrannsóknir við Akureyri 1998-2001

Skoða fulla færslu

Titill: Hitastigulsrannsóknir við Akureyri 1998-2001Hitastigulsrannsóknir við Akureyri 1998-2001
Höfundur: Ólafur G. Flóvenz 1951 ; Danielsen, Peter E. 1968 ; Bjarni Gautason 1960 ; Orkustofnun. Rannsóknasvið. ; Norðurorka
URI: http://hdl.handle.net/10802/19360
Útgefandi: Orkustofnun
Útgáfa: 2002
Ritröð: OS ;
Efnisorð: Hitastigull; Jarðhiti; Hitamælingar; Jarðskjálftar; Jarðhitanýting; Hitaveitur; Eyjafjörður; Akureyri; Norðurland
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.os.is/gogn/Skyrslur/OS-2002/OS-2002-001.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991010386209706886
Athugasemdir: Unnið af Rannsóknasviði Orkustofnunar fyrir Norðurorku
Útdráttur: Greint er frá niðurstöðum hitastigulsborana við innanverðan Eyjafjörð, frá Hörgárósum að Kjarnaskógi og þær færðar á kort. Hitastigull mælist 34-50°C/km á meginhluta þessa svæðis. Það er með því lægsta sem mælist á blágrýtissvæðum landsins. Hár hitastigull mælist við jarðhitasvæðin í Glerárdal og Svalbarðseyri. Ennfremur sést fremur hár hitastigull við Skipalón og nærri Arnarhóli í Eyjafjarðarsveit. Þarna gætu verið óþekkt jarðhitasvæði í grennd. Þá sést tunga með hækkuðum hitastigli teygja sig norður úr klettabeltinu í Kjarnaskógi en hún gæti tengst jarðhitakerfinu við Ytra-Gil. Loks má líta á hitastigul upp á 70°C/km við lögreglustöðina á Akureyri sem vott um hækkaðan stigul miðað við umhverfið. Upptök jarðskjálfta við innanverðan Eyjafjörð voru skoðuð og benda þau til þess að virk sprunga með NA-stefnu liggi undir firðinum NA Hjalteyrar og stefni að Skipalóni eða Laugalandi á Þelamörk. Lagt er til að hitastigulsfrávikin sem fundist hafa verði könnuð með fleiri hitastigulsholum.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
OS-2002-001.pdf 17.04Mb PDF Skoða/Opna Heildartexti

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta