#

Hitaveita Rangæinga : eftirlit með jarðhitavinnslu á Laugalandi í Holtum og í Kaldárholti árið 2002

Skoða fulla færslu

Titill: Hitaveita Rangæinga : eftirlit með jarðhitavinnslu á Laugalandi í Holtum og í Kaldárholti árið 2002Hitaveita Rangæinga : eftirlit með jarðhitavinnslu á Laugalandi í Holtum og í Kaldárholti árið 2002
Höfundur: Guðni Axelsson 1955 ; Vigdís Harðardóttir 1955 ; Orkustofnun. Rannsóknasvið. ; Hitaveita Rangæinga
URI: http://hdl.handle.net/10802/19336
Útgefandi: Orkustofnun
Útgáfa: 2003
Ritröð: OS ;
Efnisorð: Hitaveitur; Orkunýting; Efnasamsetning; Vatnsborð; Jarðhitanýting; Upphitun húsa; Laugaland (skólasetur, Rangárvallasýsla); Kaldárholt (býli); Suðurland; KH-36 (borhola); GN-1 (borhola); LWN-4 (borhola)
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.os.is/gogn/Skyrslur/OS-2003/OS-2003-029.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991010384909706886
Athugasemdir: Unnið af Rannsóknasviði Orkustofnunar fyrir Hitaveitu RangæingaMyndefni: gröf, töflur.
Útdráttur: Gerð er grein fyrir eftirliti með jarðhitavinnslu Hitaveitu Rangæinga árið 2002. Meðalvinnsla var 11,2 L/s á Laugalandi og 20,5 L/s í Kaldárholti. Nettóorkuvinnslan var 51 GWh, sem er 5% aukning frá 2001. Vatnsborð var á 70-80 m dýpi á Laugalandi í lok árs 200 og hefur mikið hækkað frá því árið 2000 vegna minni vinnslu og niðurdælingar. Engin lækkun vatnsborðs varð milli áranna 2001 og 2002 í holu KH-36 í Kaldárholti. Niðurdæling í holu GN-1 á Laugalandi var um 3,1 L/s að meðaltali árið 2002, um 27% þess sem upp var tekið. Kólnun holu LWN-4 er enn óveruleg og helst talið að niðurdælingarvatnið hríslist betur um heitt bergið en ráð var fyrir gert og/eða að rennslisleiðir vatnsins hafi breyst þegar vinnsla minnkaði og/eða við jarðskjálftana 2000. Telja má víst að niðurdælingin muni valda einhverri kólnun er frá líður, og því er rétt að halda niðurdælingunni í hófi og fylgjast áfram með vatnshita og efnainnihaldi. Nokkrar efnabreytingar hafa orðið í holu LWN-4 á Laugalandi síðan á árinu 2000, sem að mestu leyti má rekja til niðurdælingar efnasnauðara vatns frá Kaldárholti. Örlítil lækkun á kísilstyrk er í mótsögn við það og gæti það verið fyrir áhrif jarðskjálftanna sumarið 2000 og/eða minni vinnslu síðan þá. Ekki hafa orðið verulegar efnabreytingar í holu KH-36 í Kaldárholti á 3ja ára vinnslusögu hennar.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
OS-2003-029.pdf 665.2Kb PDF Skoða/Opna Heildartexti

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta