dc.description.abstract |
Mögnuð spennusaga í anda Patterson. „Ein var forvitninnar virði. Önnur var örvandi. Sú þriðja var fullnægjandi. Ó sú sæla sem hafin er. Tíu litlar negrastelpur handa mér“. Stúlkur af asískum uppruna hverfa með dularfullum hætti. Slóðin leiðir Axel lögreglumann og samstarfsfólk hans í fótspor hættulegs mannræningja sem svífst einskis til að ná markmiðum sínum. Á sama tíma gerast undarlegir atburðir á Landspítalanum. Ótímabær dauðsföll vekja upp grunsemdir um skipulega glæpastarfsemi. Þórarinn Gunnarsson sendir hér frá sér sjálfstætt framhald bókarinnar Ógn sem kom út á síðasta ári við frábærar undirtektir. Æsispennandi atburðarás, litríkar mannlýsingar og stigmagnandi spenna setja þessa bók í flokk með mest krasssandi glæpasögum samtíðarinnar. Mælikvarðinn: Þú leggur ekki bókina frá þér fyrr en að lestri loknum. |
is |