dc.description.abstract |
Hvers virði er eitt mannslíf? Jannika flýr í ofboði undan harðskeyttum glæpamönnum og hittir fyrir stöðumælavörðinn Sólveigu sem hún biður um að hjálpa sér. Sólveig ákveður að taka hana undir sinn verndarvæng en um leið stofnar hún lífi sínu í mikla hættu og blandast inn í atburðarás vændis og mansals. Ekkert skiptir máli í lífinu Axel er fullur af heift og hefndarþorsta og sama um allt og alla þegar hann er handtekinn af lögreglunni eftir glæfraakstur um Þingholtin í Reykjavík. Handjárnaður í aftursæti lögreglubílsins, rennir hann ekki í grun um að í stað fangaklefans býður hans tækifæri til að láta gott af sér leiða og mögulega að svala hefndarþorsta sínum. Ánauð er fjórða skáldsagan á jafnmörgum árum sem kemur út eftir Þórarinn Gunnarsson. Hér er tvímælalaust á ferðinni besta skáldsaga Þórarins hingað til í spennusagnaröðinni um Axel rannsóknarlögreglumann og félaga hans, en sagan er sjálfstætt framhald sögunnar Bráðar eru Blóðnætur. |
is |