dc.contributor.author |
Ágústa Rós Björnsdóttir 1977 |
is |
dc.contributor.author |
Jón Ingvar Kjaran 1974 |
is |
dc.date.accessioned |
2019-10-14T08:50:48Z |
|
dc.date.available |
2019-10-14T08:50:48Z |
|
dc.date.issued |
2019 |
|
dc.identifier.uri |
http://hdl.handle.net/10802/18647 |
|
dc.description |
Rafræn útgáfa eingöngu |
is |
dc.description.abstract |
Fólk með þroskahömlun hefur í gegnum tíðina verið jaðarsettur hópur og átt fá tækifæri til atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði. Árið 2013 stofnuðu fimm nemendur í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun við Háskóla Íslands kaffihúsið GÆS í starfsnámi sínu. Rannsóknin sem hér er til umfjöllunar hafði það að markmiði að draga fram og greina þá orðræðu sem skapaðist í samfélaginu um kaffihúsið GÆS en það hlaut mikla umfjöllun á frétta- og vefmiðlum. Auk þess var leitast við að fá fram með hvaða hætti orðræðan um GÆS mótaði reynslu stofnfélaganna fimm og í því skyni voru tekin einstaklings- og rýnihópaviðtöl við þau. Gögnin voru greind með orðræðugreiningu og þemagreiningu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að orðræðan um GÆS hafi einkennst af jákvæðni í garð hópsins sem stóð að kaffihúsinu og birtist hún meðal annars í því að fjölmiðlar og almenningur sýndi kaffihúsinu mikinn áhuga og velvild. Í mótsögn við ofangreinda orðræðu litaðist orðræðan einnig af staðalmyndum um fólk með þroskahömlun sem byggjast meðal annars á því að líta á fólkið sem eilíf börn. Þessar hugmyndir leiddu til þess að fram komu ýmsar efasemdir um getu hópsins til að reka kaffihús og átti það stóran þátt í að rekstrinum var hætt. Jafnframt var stofnfélögunum fimm lýst sem ofurhetjum, snillingum og dugnaðarforkum á samfélagsmiðlum. Þó að orðræðan hafi á stundum virst viðhalda staðalmyndum um fólk með þroskahömlun má álykta að GÆS hafi átt þátt í að opna umræðuna um dugnað og hæfileika fólks með þroskahömlun og átt þátt í að breyta viðhorfum til hópsins. |
is |
dc.language.iso |
is |
|
dc.relation.ispartof |
Netla 2019 |
is |
dc.relation.ispartof |
991007205689706886 |
|
dc.relation.uri |
http://netla.hi.is/greinar/2019/ryn/06.pdf |
|
dc.subject |
Ritrýndar greinar |
is |
dc.subject |
Atvinnuþátttaka |
is |
dc.subject |
Þroskahamlaðir |
is |
dc.subject |
Mannréttindi |
is |
dc.subject |
Orðræðugreining |
is |
dc.subject |
GÆS (kaffihús) |
is |
dc.title |
„GÆSin mín og GÆSin þín, Egils malt og appelsín“ : orðræðan um kaffihúsið GÆS |
is |
dc.type |
Tímaritsgrein |
is |
dc.identifier.gegnir |
991011377809706886 |
|