#

Áhrif Royaumont-málþingsins 1959 á íslenskt námsefni í stærðfræði fyrir börn

Skoða fulla færslu

Titill: Áhrif Royaumont-málþingsins 1959 á íslenskt námsefni í stærðfræði fyrir börnÁhrif Royaumont-málþingsins 1959 á íslenskt námsefni í stærðfræði fyrir börn
Höfundur: Kristín Bjarnadóttir 1943
URI: http://hdl.handle.net/10802/16628
Útgáfa: 2018
Efnisorð: Ritrýndar greinar; Stærðfræði (námsgrein); Námsefni; Skólaþróun; Royaumont-málþingið
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://netla.hi.is/greinar/2018/ryn/09.pdf
Tegund: Tímaritsgrein
Gegnir ID: 991010182159706886
Birtist í: Netla 2018
Athugasemdir: Rafræn útgáfa eingöngu
Útdráttur: Málþing var haldið árið 1959 í Royaumont, Frakklandi, um nýja hugsun um skólastærðfræði. Royaumont-málþingið olli nokkrum straumhvörfum í hugsun um skólastærðfræði og rannsóknum á því sviði. Nýjar hugmyndir um skólastærðfræði, sem ræddar voru þar, voru nefndar nýja stærðfræðin, New Math, og tengdust hreyfingu, kenndri við Bourbaki, um endurskoðun á framsetningu stærðfræði með nútímalegum hætti, mathematique moderne. Í kjölfar málþingsins var tekið upp norrænt samstarf um greiningu á stöðu stærðfræðimenntunar á Norðurlöndum, námskrárgerð og samningu kennslubóka í tilraunaskyni. Stofnuð var nefnd, Nordiska kommittén för modernisering av matematikundervisningen, NKMM, sem stóð fyrir vinnu að verkinu á árunum 1960–1967. Megináhersla norrænu nefndarinnar var á námsefni fyrir 7 –12. bekk og ætlunin var að efnið yrði hægt að þýða og staðfæra í hverju landi fyrir sig. Einnig voru ráðnir sérfræðingar um námsefni 1.–6. bekkjar. Danskur höfundur, Agnete Bundgaard, og finnsk samstarfskona hennar, Eeva Kyttä, voru ráðnar til að rita kennslubókaflokk fyrir tvö fyrstu árin frá sjö ára aldri og Agnete Bundgaard ritaði ein kennslubækur fyrir næstu fjögur aldursstig. Flokkurinn var þýddur á íslensku frá og með 1966. Kennslubókaflokkur þessi, sem oft er nefndur Bundgaard-námsefnið, er greindur með tilliti til tillagna, sem settar voru fram á Royaumont-málþinginu um námsefni í stærðfræði fyrir barnaskóla, og borinn saman við eldra og yngra námsefni...


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
09.pdf 952.3Kb PDF Skoða/Opna Heildartexti

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta