#

Kennsla og stuðningur í íslenskum háskólum : reynsla innflytjenda

Skoða fulla færslu

Titill: Kennsla og stuðningur í íslenskum háskólum : reynsla innflytjendaKennsla og stuðningur í íslenskum háskólum : reynsla innflytjenda
Höfundur: Artëm Ingmar Benediktsson 1987 ; Anna Katarzyna Wozniczka 1983 ; Kriselle Lou Suson Jónsdóttir 1988 ; Hanna Ragnarsdóttir 1960
URI: http://hdl.handle.net/10802/16415
Útgáfa: 2018
Efnisorð: Ritrýndar greinar; Innflytjendur; Háskólar; Háskólamenntun; Stuðningsúrræði
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://netla.hi.is/greinar/2018/ryn/05.pdf
Tegund: Tímaritsgrein
Gegnir ID: 001504878
Birtist í: Netla 2018
Athugasemdir: Rafræn útgáfa eingöngu
Útdráttur: Í kjölfar aukinna fólksflutninga síðustu áratugi hefur innflytjendum fjölgað í háskólum á Íslandi. Þessi grein er byggð á niðurstöðum rannsóknarverkefnisins Væntingar og tækifæri innflytjenda á Íslandi til háskólamenntunar og áskoranir henni tengdar (2016-2018) sem styrkt er af Rannís. Meginmarkmið rannsóknarverkefnisins er að öðlast skilning á upplifunum, reynslu, áskorunum og stuðningi við innflytjendur í háskólanámi hérlendis. Í þessari grein eru kynntar helstu niðurstöður úr eigindlegri rannsókn með innflytjendum sem eru núverandi og fyrrverandi háskólanemar á Íslandi. Gagna var aflað í rýnihópaviðtölum og einstaklingsviðtölum við alls 41 nemanda í þrem háskólum á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar sem greinin fjallar um er að öðlast skilning á reynslu og upplifun innflytjenda af kennsluaðferðum, áskorunum og stuðningi í þremur stærstu háskólunum á Íslandi, Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri. Niðurstöðurnar benda til þess að flestir þátttakendur upplifi að kennsluaðferðir í háskólunum séu nútímalegar. Þeir nefna hagnýtar kennsluaðferðir, svo sem umræðutíma og hópavinnu, og að byggt sé á þekkingu þeirra og reynslu. Skoðanir á þessum kennsluaðferðum eru þó mismunandi. Sumir þátttakendur telja hópavinnu vera góða, en aðrir upplifa hana sem tímasóun. Sumir sækjast eftir akademísku námi, á meðan aðrir vilja frekar læra eitthvað hagnýtt, sem þeir geti notað í framtíðarvinnu. Þá telja þátttakendur að jafnræði ríki milli nemenda og kennara í háskólunum, en það hafa þeir ekki alltaf upplifað í heimalöndum sínum. Niðurstöðurnar sýna einnig að nemendurnir eru langflestir jákvæðir gagnvart kennslu og stuðningi í íslenskum háskólum en þeir glíma við ýmiss konar áskoranir...


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
05.pdf 216.0Kb PDF Skoða/Opna Heildartexti

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta