dc.description.abstract |
Gerð er grein fyrir frumorkunotkun jarðvarmavirkjana og hitaveitna á Íslandi til ársins 2009. Frumorka jarðvarma er skilgreind og endurskoðaðri aðferðafræði við útreikning hennar beitt á vinnslugögn jarðvarmavirkjana aftur til 1970 og vinnslu hitaveitna eins og fyrirliggjandi gögn leyfa. Áður útgefin frumorkunotkun áranna 2001-2008 er endurskoðuð í þessu ljósi. Ítarleg úttekt fór fram á frumorkunotkun árið 2008. Lagt er varfærið mat á frumorkunotkun einkahitaveitna, en þar sem vinnsla þeirra er í flestum tilvikum áætluð er frekari úttekt á þeim þörf. Árið 2008 nam heildarfrumorkunotkun úr jarðhitakerfum 144,2 PJ (1 PJ = 278 GWh). Þar af nam notkun jarðvarmavirkjana 114,5 PJ og notkun sérleyfisveitna utan háhitasvæða 25,2 PJ. Hlutfall raforkuvinnslu jarðvarmavirkjana af frumorkuvinnslu hefur aukist í gegnum árin og var 12% árið 2008. Breytt sölufyrirkomulag og bætt umgengni við jarðhitaauðlindina hefur bætt nýtingu jarðvarma til upphitunar hjá nokkrum hitaveitum. |
is |