#

Frumorkunotkun jarðvarmavirkjana og hitaveitna á Íslandi til ársins 2009

Skoða fulla færslu

Titill: Frumorkunotkun jarðvarmavirkjana og hitaveitna á Íslandi til ársins 2009Frumorkunotkun jarðvarmavirkjana og hitaveitna á Íslandi til ársins 2009
Höfundur: Ingimar G. Haraldsson ; Jónas Ketilsson
URI: http://hdl.handle.net/10802/1576
Útgefandi: Orkustofnun
Útgáfa: 2010
Ritröð: Orkustofnun ; OS-2010/03
Efnisorð: Jarðhiti; Jarðvarmavirkjanir; Upphitun húsa; Frumorka; Frumorkunotkun; Orkuvinnsla; Hitaveitur; Orkunýting
ISBN: 978-9979-68-277-6
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Gerð er grein fyrir frumorkunotkun jarðvarmavirkjana og hitaveitna á Íslandi til ársins 2009. Frumorka jarðvarma er skilgreind og endurskoðaðri aðferðafræði við útreikning hennar beitt á vinnslugögn jarðvarmavirkjana aftur til 1970 og vinnslu hitaveitna eins og fyrirliggjandi gögn leyfa. Áður útgefin frumorkunotkun áranna 2001-2008 er endurskoðuð í þessu ljósi. Ítarleg úttekt fór fram á frumorkunotkun árið 2008. Lagt er varfærið mat á frumorkunotkun einkahitaveitna, en þar sem vinnsla þeirra er í flestum tilvikum áætluð er frekari úttekt á þeim þörf. Árið 2008 nam heildarfrumorkunotkun úr jarðhitakerfum 144,2 PJ (1 PJ = 278 GWh). Þar af nam notkun jarðvarmavirkjana 114,5 PJ og notkun sérleyfisveitna utan háhitasvæða 25,2 PJ. Hlutfall raforkuvinnslu jarðvarmavirkjana af frumorkuvinnslu hefur aukist í gegnum árin og var 12% árið 2008. Breytt sölufyrirkomulag og bætt umgengni við jarðhitaauðlindina hefur bætt nýtingu jarðvarma til upphitunar hjá nokkrum hitaveitum.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
OS-2010-03.pdf 1.201Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta