Titill: | Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipumVeiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum |
Höfundur: | Ragnheiður Sveinþórsdóttir |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/1538 |
Útgefandi: | Matís |
Útgáfa: | 03.2011 |
Ritröð: | Skýrsla Matís ; 04-11 |
Efnisorð: | Makríll; Veiðar; Flokkun; Vinnsla; Markaðir |
ISSN: | 1670-7192 |
Tungumál: | Íslenska |
Tegund: | Skýrsla |
Útdráttur: | Árið 2005 var fyrst skráður makrílafli í íslenskri lögsögu þó að íslensk skip hafi ekki byrjað að veiða makríl markvisst fyrr en árið 2007, makrílveiðar jukust hratt en árið 2009 voru heimildir til makrílveiða fyrst takmarkaðar. Á þessum árum hefur aflinn farið úr 232 tonnum í 121 þúsund tonn. Fyrst í stað fór aflinn allur í bræðslu en árið 2010 frystu Íslendingar 60% af aflanum til manneldis.
Í þessari skýrslu er fjallað um veiðar og vinnslu á makríl, búnað sem þarf fyrir makrílvinnslu til manneldis, meðhöndlun afla, mælingar á makríl sem veiðist í íslenskri lögsögu og markaði. Í verkefninu var sýnum safnað og þau formmæld, kyngreind og fituinnihald mælt. Á sumrin gengur makríll í íslenska lögsögu og veiðist þá með síld en báðar tegundir eru veiddar í flotvörpu. Þegar makríll er unninn til manneldis er hann hausaður og slægður en til að það sé hægt þarf auk hefðbundinnar vinnslulínu svokallaða sugu sem sýgur slógið innan úr makrílnum. Einnig þarf makríll lengri frystitíma en síld vegna þess hve sívalningslaga hann er. Makríllinn sem gengur inn í íslenska lögsögu er oft 35‐40 cm langur og milli 300 og 600 g þungur. Helstu markaðir fyrir sumarveiddan makríl sem veiddur er hér við land eru í Austur‐Evrópu en þar er hann áfram unninn í verðmætari afurðir. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
04-11-Makrill-veidar-og-vinnsla-.pdf | 4.126Mb |
Skoða/ |