| Titill: | Hefðbundið skyr. Samanburður á heimagerðu og verksmiðjuframleiddu skyri. ForkönnunHefðbundið skyr. Samanburður á heimagerðu og verksmiðjuframleiddu skyri. Forkönnun | 
| Höfundur: | Þóra Valsdóttir 1976 ; Eyjólfur Reynisson 1977 ; Knocke, Nadine ; Aðalheiður Ólafsdóttir ; Þórarinn E. Sveinsson 1943 | 
| URI: | http://hdl.handle.net/10802/1535 | 
| Útgefandi: | Matís | 
| Útgáfa: | 05.2011 | 
| Ritröð: | Skýrsla Matís ; 09-11 | 
| Efnisorð: | Skyr; ; Skynrænir eiginleikar | 
| ISSN: | 1670-7192 | 
| Tungumál: | Íslenska | 
| Tegund: | Skýrsla | 
| Útdráttur: | Skyr er ein fárra íslenskra vara sem má með sanni segja að sé hefðbundin.
 Þær fáu rannsóknir sem gerðar hafa verið á hefðbundnu, heimagerðu skyri, eru frá því á fyrri hluta 20. aldar. Þessi skýrsla gerir grein fyrir forrannsókn á heimagerðu og verksmiðjuframleiddu skyri þar sem áhersla var lögð á mat á skynrænum eiginleikum og greiningu á örverflóru með nýlegum erfðafræðilegum aðferðum. Merkjanlegur munur greindist í skynrænum þáttum. Þá var fjöldi mjólkursýrugerla og gersveppa töluvert hærri í heimagerðu skyri. Sömu tegundir mjólkursýrugerla greindust hjá mismunandi framleiðendum og voru þær sömu og hafa greinst í fyrri rannsóknum. Gersveppir af sömu ættkvíslum fundust á báðum búunum en ekki í verksmiðjuframleiddu skyri. Þó svo að um sömu gerlategundir sé að ræða er hugsanlegt að mismuandi svipgerðir megi finna milli búa. Því væri áhugavert að kanna hugsanlegan efnaskipta- eða arfgerðabreytileika milli stofna frá mismunandi framleiðslustöðum og áhrif þeirra á eiginleika skyrs.  | 
| Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða | 
|---|---|---|---|
| 09-11-Hefdbundid-skyr.pdf | 437.6Kb | 
Skoða/ |