#

Áhrif þurrkaðferða á eiginleika sölva

Skoða fulla færslu

Titill: Áhrif þurrkaðferða á eiginleika sölvaÁhrif þurrkaðferða á eiginleika sölva
Höfundur: Þóra Valsdóttir ; Irek Klonowski
URI: http://hdl.handle.net/10802/1531
Útgefandi: Matís
Útgáfa: 06.2011
Ritröð: Skýrsla Matís ; 15-11
Efnisorð: Söl; Þurrkun; Eiginleikar; Samsetning
ISSN: 1670-7192
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Þekking á breytum sem stýra gæðum og eiginleikum þurrkaðra sölva
(Palmaria palmata) er tiltölulega lítil og á fárra vitorði. Ef auka á nýtingu
og breikka notkunarmöguleika á sölvum er mikilvægt er að rannsaka
nánar þessar breytur og skjalfesta þær.
Þessi skýrsla greinir frá niðurstöðum tilrauna sem höfðu það að
meginmarkmiði að bera saman áhrif þriggja ólíkra þurrkaðferða á
næringargildi og eðliseiginleika þurrkaðra sölva. Þurrkunaraðferðirnar
sem voru bornar saman voru sólþurrkun, ofnþurrkun og frostþurrkun auk
þess að áhrif verkunar á sólþurrkuðu sölin voru metin.
Sambærilegar breytingar mældust á næringarefnum eftir þurrkaðferð.
Helsti munur m.t.t. þurrkaðferða greindist í magni C-vítamíns. Þá var
sjáanlegur munur á lit og áferð. Bragðeiginleikar voru ekki mældir en
talið er að einhvern mun sé þar að finna. Þrátt fyrir að niðurstöðurnar hafi
gefið ákveðin svör þá vöknuðu margar spurningar við túlkun á þeim. Þörf
er því talin á því að afla meiri þekkingar á eiginleikum sölva og samspili
þeirra við mismunandi vinnsluþætti.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
15-11-Ahrif-thurrkadferda-a-eiginleika-solva.pdf 607.3Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta