#

Vinnsluferill línuveiðiskipa

Skoða venjulega færslu

dc.contributor.author Róbert Hafsteinsson 1975 is
dc.contributor.author Albert Högnason 1960 is
dc.contributor.author Sigurjón Arason 1950 is
dc.date.accessioned 2011-09-02T10:24:34Z
dc.date.available 2011-09-02T10:24:34Z
dc.date.issued 2010-10
dc.identifier.issn 1670-7192
dc.identifier.uri http://hdl.handle.net/10802/1515
dc.description.abstract Verkefni þetta er samstarfsverkefni eftirtalinna fyrirtækja; Matís ohf, Brim hf, Samherji hf, Vísir hf, Hraðfrystihúsið Gunnvör hf og 3X Technology.

Markmið verkefnisins er að bæta vinnsluferla línuveiðiskipa með það fyrir augum að lækka kostnað við vinnsluna, auka vinnuhagræði og gæði afurða. Afrakstur þessarar skýrslu er: Hönnun vinnsluferils um borð í línuskipum, afrakstursskýrsla. Tilraunaskýrsla um uppþíðingu á beitu, saury, smokk og síld.
Og frumdrög að hönnun sjálfvirks lestarkerfis um borð í línuskipi.

Helstu niðurstöður verkefnisins eru eftirfarandi: Mikil hagræðing felur í sér að þíða beituna upp í svokölluðum snigiltönkum, þíðingartíminn mun minnka úr 17 tímum niður í ca 2 – 3 tíma. Í stað þess að taka beituna út 17 tímum fyrr þá er matað beint í uppþíðingarkarið úr beitufrystinum. Mikill tímasparnaður næst fram með þessari aðferð. Tilraunir sýna fram á að fiskur sem fær að blæða út í ca 10‐15min við mikil vatnsskipti, er svo slægður og síðan kældur niður í núll gráður á ca 20‐25 min í krapakari (snigilkari) nær bestum gæðum m.t.t litar og los flaksins. Hannað var sérstakt vinnsluferli um borð í línuskipum sem tekur á þessum gæðastimplum. Einnig voru hönnuð frumdrög að sjálfvirku lestarkerfi um borð í framtíðar línuskipi. Tilgangur slíks kerfis er sá að hafa engan lestarmann niðri í lest heldur er raðað og flokkað uppi á vinnsludekkinu í körin. Síðan fer karið í þar til gerða karalyftu, sem var einnig hönnuð í þessu verkefni, niður í lest og á sérstök lestarbönd sem færa karastæðuna á viðkomandi stað í lestinni.
is
dc.language.iso is
dc.publisher Matís is
dc.relation.ispartofseries Skýrsla Matís ; 33-10
dc.subject Hönnun is
dc.subject is
dc.subject Beita is
dc.subject is
dc.subject Sjálfvirkni is
dc.title Vinnsluferill línuveiðiskipa is
dc.title.alternative Processing in line boats en
dc.type Skýrsla is


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
33-10-Vinnsluferill-Lokaskyrsla.pdf 1.227Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða venjulega færslu

Leita


Fletta