Titill: | Gæðakönnun á nautahakki í janúar 2010Gæðakönnun á nautahakki í janúar 2010 |
Höfundur: | Ólafur Reykdal 1955 ; Óli Þór Hilmarsson 1957 ; Guðjón Þorkelsson 1953 |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/1499 |
Útgefandi: | Matís |
Útgáfa: | 03.2010 |
Ritröð: | Skýrsla Matís ; |
Efnisorð: | Nautahakk; Merkingar; Efnainnihald; Kjöttegundir |
ISSN: | 1670-7192 |
Tungumál: | Íslenska |
Tegund: | Skýrsla |
Útdráttur: | Um miðjan janúar 2010 var gerð könnun á innihaldi og merkingum nautahakks. Átta sýni voru tekin af forpökkuðu nautahakki í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Merkingar á umbúðum voru kannaðar með tilliti til ákvæða í reglugerðum. Gerðar voru mælingar á kjöttegundum, sojapróteini, fitu, próteini og vatni. Lagt var mat á viðbætt vatn og viðbættar trefjar/kolvetni með útreikningum.
Meginniðurstöður könnunarinnar eru þær að öðrum kjöttegundum var ekki blandað saman við nautahakkið og sojaprótein greindist ekki. Samkvæmt útreikningum var viðbætt vatn í 6 sýnum af 8 en fyrir eitt af sýnunum sex var vatn ekki í innihaldslýsingu. Á umbúðir tveggja sýna var merkt 12% viðbætt vatn en útreikningar gáfu ekki svo mikið viðbætt vatn til kynna. Samkvæmt innihaldslýsingum er kartöflutrefjum aukið í 4 vörur af 8. Trefjarnar binda vatn en notkun á slíkum efnum er heimil samkvæmt reglugerð. Samanburður við næringargildismerkingar leiddi í ljós að fita var í þremur tilfellum yfir uppgefnu gildi og prótein var í tveimur tilfellum undir merktu gildi. Merkingar á umbúðum uppfylltu í nokkrum tilfellum ekki kröfur í reglugerðum. Næringargildismerkingu vantaði fyrir tvö sýni. Nokkuð vantaði upp á að merkingar á heimilisfangi og undirheiti væru fullnægjandi. Álykta má að þörf sé á að bæta merkingar á umbúðum fyrir nautahakk. Reglugerð um kjöt og kjötvörur nr. 331/2005 er óljós um atriði eins og viðbætt vatn og því er full ástæða til að endurskoða reglugerðina. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
03-10-Nautahakk-Skyrsla-2010.pdf | 459.7Kb |
Skoða/ |