Titill: | Sólarhringsgreining óæskilegra örvera í matvælumSólarhringsgreining óæskilegra örvera í matvælum |
Höfundur: | Eyjólfur Reynisson 1977 ; Sveinn Haukur Magnússon 1976 ; Árni Rafn Rúnarsson 1976 ; Viggó Marteinsson |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/1495 |
Útgefandi: | Matís |
Útgáfa: | 12.2009 |
Efnisorð: | Hraðvirkar örverugreiningar; Matvælasýklar; Skemmdarörverur; Öryggi; Gæði; Pseudomonas; Photobacterium; Salmonella; Kamfýlóbakter; Listería |
ISSN: | 1670-7192 |
Tungumál: | Íslenska |
Tegund: | Skýrsla |
Útdráttur: | Markmið verkefnisins var að þróa og koma upp aðferðum fyrir hraðvirkar
greiningar á óæskilegum bakteríum í landbúnaðar‐ og sjávarafurðum sem og öðrum matvælum. Með hefðbundnum aðferðum eins og notaðar eru í dag fást niðurstöður eftir 3 og allt upp í 7 daga en með þeim aðferðum sem þróaðar voru í þessu verkefni er hægt að fá niðurstöður á nokkrum klukkustundum eða innan sólarhrings. Aðferðin byggir á real‐time PCR aðferðafræði og sértækri mögnun á erfðaefni sjúkdómsvaldandi baktería og annarra óæskilegu baktería. Komið var upp greiningaraðferðum fyrir helstu sýkla (Salmonella, Campylobacter , Listeria monocytogenes, Vibrio parahaemolyticus) í mjólk, kjöt‐ og fiskmeti sem og fyrir sértækar skemmdarbakteríur í matvælum. Niðurstöður verkefnisins koma til með að bæta þjónustu við matvælaiðnaðinn á Íslandi með því að greina miklu fyrr óæskilegar örverur svo hægt verði að grípa inn í framleiðsluferla og auka þar með öryggi neytenda á landbúnaðar‐ og fiskafurðum. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
Skyrsla_42-09.pdf | 734.9Kb |
Skoða/ |