#

Einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað : könnun meðal félagsmanna Kennarasambands Íslands

Skoða fulla færslu

Titill: Einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað : könnun meðal félagsmanna Kennarasambands ÍslandsEinelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað : könnun meðal félagsmanna Kennarasambands Íslands
Höfundur: Hjördís Sigursteinsdóttir 1967
URI: http://hdl.handle.net/10802/14726
Útgáfa: 2017
Efnisorð: Ritrýndar greinar; Einelti; Starfsstéttir; Kennarar; Ofbeldi
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://netla.hi.is/serrit/2017/menntavika_2017/006.pdf
Tegund: Tímaritsgrein
Gegnir ID: 991009443059706886
Birtist í: Netla 2017
Athugasemdir: Rafræn útgáfa eingönguSérrit 2017 - Menntakvika 2017
Útdráttur: Að verða fyrir einelti og annarri áreitni á vinnustað hefur alvarlegar afleiðingar fyrir bæði þolandann og vinnustaðinn og einelti hefur jafnvel verið talið meiri skaðvaldur fyrir þolendur heldur en öll önnur vinnutengd streita samanlögð. Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi eineltis, áreitni og ofbeldis á vinnustað meðal félagsmanna aðildarfélaga Kennarasambands Íslands (KÍ). Rafrænn spurningalisti var sendur til 9.839 félagsmanna KÍ í febrúar 2017. Svör bárust frá 4.518 félagsmönnum eftir þrjár ítrekanir (46%). Niðurstöð- ur rannsóknarinnar sýna að rúmlega 10% félagsmanna höfðu orðið fyrir einelti á vinnustað á síðustu tveimur árum. Tæp 2% höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni, rúm 3% fyrir kynbundinni áreitni og 5% fyrir hótunum og ofbeldi í störfum sínum. Athygli vekur hversu mörg málanna varðandi einelti og aðra áreitni á vinnustað voru ekki tilkynnt en alvarlegast er þó hversu mörg mála af þessu tagi voru tilkynnt og ekkert var gert. Það átti við í um fimmtungi eineltismála, tæpum 16% mála varðandi andlegt ofbeldi og tæpum 15% mála varðandi kynferðislega áreitni. Lang algengast var að stjórnendur og vinnufélagar voru nefndir sem gerendur í eineltismálum og vinnufélagar í málum varðandi kynferðislega og kynbundna áreitni. Nemendur voru nær eingöngu nefndir þegar spurt var um líkamlegt ofbeldi. Hægt er að álytka út frá hlutfalli þeirra sem hafa orðið fyrir einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað að slík hegðun sé alvarlegt vandamál á vinnustöðum félagsmanna KÍ. Ástæða er til þess að stjórnendur KÍ taki niðurstöðunum alvarlega og leitist við að finna rót vandans í því augnamiði að uppræta einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað, félagsmönnum til heilla.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
006.pdf 346.7Kb PDF Skoða/Opna Heildartexti

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta