#

Læsi sem félagsleg iðja : dæmi úr íslenskukennslu heyrnarlausra

Skoða fulla færslu

Titill: Læsi sem félagsleg iðja : dæmi úr íslenskukennslu heyrnarlausraLæsi sem félagsleg iðja : dæmi úr íslenskukennslu heyrnarlausra
Höfundur: Karen Rut Gísladóttir 1973
URI: http://hdl.handle.net/10802/14689
Útgáfa: 2017
Efnisorð: Ritrýndar greinar; Læsi; Ritun; Heyrnarlausir; Félagsfræði
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://netla.hi.is/greinar/2017/ryn/18.pdf
Tegund: Tímaritsgrein
Gegnir ID: 991009429369706886
Birtist í: Netla 2017
Athugasemdir: Rafræn útgáfa eingöngu
Útdráttur: Í Aðalnámskrá grunnskóla 2011 er bent á að hugmyndir manna um læsi hafi breyst. Læsi snúist ekki aðeins um lestrartækni heldur lúti fyrst og fremst að „sköpun merkingar“ og að sú merkingarsköpun ráðist bæði af ólíkri reynslu einstaklinga og „ótal aðstæðubundnum þáttum“ (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011, bls. 16–17). Þegar við lesum eða skrifum erum við óhjákvæmilega í ákveðnum félagsmenningarlegum aðstæðum sem setja mark sitt á það hvernig við skiljum textann sem við lesum eða hvernig við skrifum. Læsi tengist félagslegum iðjum einstaklinga. Í skólum ríkja ákveðnar hugmyndir um lestur og ritun. Þessar hugmyndir birtast í verkefnum og kennsluháttum sem veita nemendum ýmis tækifæri til að auka færni sína á þessu sviði, en geta jafnframt sett þeim skorður og takmarkað þannig möguleika þeirra á að nýta hæfileika sína og reynslu í vinnu með lestur og ritun. En hvað þýða þessar hugmyndir fyrir kennara og fagfólk á vettvangi? Sem kennari, kennararannsakandi og háskólakennari hef ég, höfundur þessarar greinar, verið að þróa með mér hugmyndir um læsi sem félagslega iðju sem hægt er að nýta til að skoða og takast á við þann veruleika sem mætir kennurum og nemendum innan veggja skólans. Í þessari grein lýsi ég því hvað felst í félagsmenningarlegum hugmyndum um læsi, með áherslu á læsi sem félagslega iðju. Ég kynni til sögunnar íslensk heiti á hugtökum sem fræðimenn á þessu sviði hafa þróað til að rannsaka læsi. Þetta eru hugtökin læsisatburðir (e. literacy events), sýnileg atvik þar sem lestur og ritun eiga í hlut, og læsisiðjur (e. literacy practices), „það sem liggur að baki“ þegar fólk les og skrifar. Einnig skoða ég tengsl læsis og valds sem birtast með einkar skýrum hætti í sögu heyrnarlausra...


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
18.pdf 767.1Kb PDF Skoða/Opna Heildartexti

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta