dc.description.abstract |
Frammistaða íslenskra 15 ára unglinga í lesskilningshluta PISA-rannsóknarinnar hefur dalað um 23 stig frá árinu 2000 til ársins 2015. Lækkunin nemur um hálfu skólaári, en munur á innfæddum nemendum og fyrstu kynslóð innflytjenda hefur nær tvöfaldast á tímabilinu. Hér á landi er skortur á sjálfvirkni í lestri áhrifaþáttur hjá þeim sem slakasta frammistöðu sýna á lesskilningshluta PISA. Rannsóknir sýna þó að orðaforði er sá þáttur sem mest áhrif hefur á lesskilning unglinga. Orðaforði og málskilningur þróast frá fæðingu en máluppeldi á heimilum skiptir verulegu máli. Lestrariðkun er forsenda framfara í lestri, en munur á orðaforða og lesskilningi barna hefur tilhneigingu til að aukast með aldri. Lagðar eru fram rökstuddar tillögur um það hvernig skóli og samfélag skuli taka höndum saman til að snúa við neikvæðri þróun lesskilnings íslenskra ungmenna. Horfa verður til máluppeldis, ekki aðeins í skólum, heldur líka á heimilum. Vefmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í samskiptum, dægradvöl og upplýsingamiðlun til ungmenna, en þar er efnið að miklu leyti á ensku. Hlutverk skóla er að gefa öllum nemendum tækifæri til að efla með sér þá hæfni og þekkingu sem nútímasamfélag gerir kröfur um. Lestur, sem felst í því að finna, velja, túlka og meta upplýsingar, sem miðlað er á fjölbreytilegan hátt, þarfnast stöðugrar þjálfunar. Opinber menntastefna og aðalnámskrá þurfa að leggja áherslu á eflingu djúps lesskilnings, og þá þætti sem liggja honum til grundvallar. Í öllu námi og menntun allra kennara þarf að taka mið af þessu. Börn og ungmenni þroskast í auðugu málumhverfi með hæfilegri ögrun og áskorunum. Efla þarf framleiðslu íslensks efnis, prentaðs og stafræns og á ljósvakamiðlum. Auka þarf þekkingu á íslenskum orðum sem liggja til grundvallar námsárangri, og |
is |