#

Beit á hvönn og bragð af lambakjöti

Skoða fulla færslu

Titill: Beit á hvönn og bragð af lambakjötiBeit á hvönn og bragð af lambakjöti
Höfundur: Guðjón Þorkelsson 1953 ; Rósa Jónsdóttir 1951 ; Aðalheiður Ólafsdóttir ; Óli Þór Hilmarsson 1957
URI: http://hdl.handle.net/10802/1463
Útgefandi: Matís
Útgáfa: 07.2009
Ritröð: Skýrsla Matís ; 20-09
Efnisorð: Lambakjöt; Hvönn; Bragðlaukar
ISSN: 1670-7192
Tungumál: Íslenska
Útdráttur: Áhrif beitar á hvönn á rokgjörn efni, fitusýrur, lykt og bragð af hituðu
lambakjöti voru rannsökuð. 18 lömbum var skipt í þrjá jafna hópa. Einn
var á hefðbundnum úthaga, annar var 3 vikur og þriðji 6 vikur fyrir
slátrun á haga þar sem hvönn var ríkjandi. Lömbin voru 120-140 daga
gömul við slátrun. Myndrænt próf, Quantitative Descripive Analysis
(QDA) var notað til að lýsa skynrænum eiginleikum hitaðs hryggvöðva
með yfirborðsfitu. Rokgjörn lyktarefni voru einangruð úr safnsýnum
hryggvöðva með fitu úr öllum þremur hópunum og mæld á gasgreinimassagreini
(GC-MS) til að fá massaróf efnanna og þannig bera kennsl á
þau. Lyktargreining með gasgreini-sniffer (GC-O, gas chromatography
olfactometry), sem byggist á því að lykta af efnum þegar þau koma af
gasgreinisúlunni, var notuð til að bera kennsl á lyktarefni sem geta verið í
mjög litlu magni en valdið einkennandi lykt. Fitusýrur voru mældar með
gasgreini. Tölfræðiaðferðin ANOVA (GLM - General Linear Model) og
Duncan`s próf voru notuð til að greina hvort tilraunahópar væru
mismunandi með tilliti til skynmatsþátta og lyktarefna.
Skynmatseinkenni tilraunahópa voru skoðuð með höfuðþáttagreiningu
(Principal Component Analysis-PCA). Fjölbreytuaðhvarfsgreiningin
partial least square regression (PLSR) var gerð. Módelið var með
rokgjörn efni og fitusýrur sem stýribreytur (X-breytur) og tölfræðilega
marktæka skynmatsþætti sem svarbreytur (Y-breytur).
Mest af breytileikanum í skynmatsniðurstöðum var hægt að skýra út
frá því hvort lömbin voru eða voru ekki á hvönn. Kjöt lamba sem bitu
hvönn var með kryddlykt og kryddbragð sem tengdist háu magni α-
pinene, β-phellandrene and octanal og C18:1 and C18:2 fitusýra en kjöt
lamba á hefðbundnum úthaga var með lambakjöts- og ullarlykt og
almennt sterkari lykt og bragð sem tengdist 2-butanone, 3-methyl-3-
buten-1-ol and 3-hydroxy-2-butanone og mettuðum fitusýrum. Tími
beitar á hvönn skýrði aðeins 4,6% breytileikans. Niðurstöðurnar benda til
að sérstakir terpenoidar þ.e. β-phellandrene and α-pinene séu einkennandi
fyrir kjöt af lömbum sem hafa verið á hvönn.
Niðurstöður verkefnisins benda sterklega til að beit á hvönn síðustu
vikurnar fyrir slátrun breyti bragði lambakjöts. Rannsóknin staðfestir að
hvannakjöt er einstakt. Þann eiginleika má þá nota við markaðssetningu á
kjötinu.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Skýrsla_20-09.pdf 1.311Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta