#

Þróun á bökunarvörum úr íslensku korni

Skoða fulla færslu

Titill: Þróun á bökunarvörum úr íslensku korniÞróun á bökunarvörum úr íslensku korni
Höfundur: Gunnþórunn Einarsdóttir 1974 ; Emilía Martinsdóttir 1949 ; Þóra Valsdóttir 1976 ; Guðjón Þorkelsson 1953
URI: http://hdl.handle.net/10802/1457
Útgefandi: Matís
Útgáfa: 09.2009
Ritröð: Skýrsla Matís ; 29-09
Efnisorð: Bygg; Hafrakex; Neytendakannanir
ISSN: 1670-7192
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Markmið verkefnisins var að þróa brauðmeti, kex og aðrar vörur eingöngu
úr íslensku hráefni. Farið var í það að þróa hafrakex úr byggi. Reynt var að
hafa eins hátt hlutfall af íslensku hráefni í uppskriftunum og mögulegt væri.
Framleiddar voru átta tegundir af kexkökum. Þrjár þeirra voru valdar út og
settar í neytendakönnun þar sem 120 manns tóku þátt.
Marktækur munur fannst á tveimur þeirra bæði hvað varðaði
heildareinkunn og það hvort að neytendur gátu hugsað sér að kaupa
vöruna. Neytendunum var skipt upp í tvo hópa eftir neyslu þeirra á
hafrakexi. Þeir sem borðuðu hafrakex tvisvar sinnum í mánuði eða oftar
greindu mun á vörunum þremur og gáfu þeim hærri heildareinkunn heldur
en þeir sem borðuð hafrakex sjaldnar en tvisvar sinnum í mánuði. Varan
sem neytendum líkaði best við var með 67,2 % af íslensku hráefni, þar af
6,2% byggmjöl. Hins vegar var það sýni sem neytendum líkaði verst með
67,4% af íslensku hráefni, þar af 9,1% byggmjöl. Svo virðist sem eitthvert
hámark sé á því hversu mikið byggmjöl má nota í kexkökurnar.
Markhópurinn fyrir hafrakex með byggi eru þeir neytendur sem borða
hafrakex reglulega þar sem niðurstöður sýndu að þeim líkaði í heildina betur
við allar kextegundirnar.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Skýrsla_29-09.pdf 363.8Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta