#

Vinnsla og gæðastýring á eldisþorski

Skoða fulla færslu

Titill: Vinnsla og gæðastýring á eldisþorskiVinnsla og gæðastýring á eldisþorski
Höfundur: Kristín Anna Þórarinsdóttir 1971 ; Valur Norðri Gunnlaugsson 1973 ; Guðrún Anna Finnbogadóttir 1970 ; Kristján Jóakimsson ; Sigurjón Arason
URI: http://hdl.handle.net/10802/1452
Útgefandi: Matís
Útgáfa: 04.2009
Ritröð: Skýrsla Matís ; 13-09
Efnisorð: Eldisþorskur; Vinnsla; Kæling; Frysting; Afurðir; Léttsöltun
ISSN: 1670-7192
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Skýrslan er samantekt á niðurstöðum í verkefninu „”Vinnsla og
gæðastýring á eldisþorski” sem unnið var í samstarfi HG og Matís. Leitað
var leiða til að þróa hefðbundnar aðferðir við framleiðslu ferskra, frystra
og léttsaltaðra afurða til að þær nýttust fyrir eldisfisk. Markmiðið með
verkefninu var að afurðir úr eldisþorski gæfu verðmætar og fjölbreyttar
afurðir sem uppfylltu gæðakröfur markaðarins. Vinnsla á eldisþorski
verður að fara fram fyrir dauðastirðnun. Að öðrum kosti er hætta á því að
losmyndun verði það mikil að afurðir verði í versta falli ósöluhæfar.
Kældar og lausfrystar afurðir eru að sambærilegum gæðum og afurðir
unnar úr villtum þorski. Eiginleikar eru þó ekki þeir sömu og kemur það
meðal annars fram í bragði og áferðaeiginleikum. Villtur þorskur er
meyrari og gjarnan safaríkari en eldisþorskur hefur kjötkenndari og
stamari áferð og er sætari á bragðið.
Vinnsla fyrir dauðastirðnun gerir það að verkum að ekki er hægt að nota
hefðbundna söltunarferla fyrir eldisfisk. Við léttsöltun er hægt að beita
aðferðum eins og sprautun og lengja pæklunartíma til að draga úr
neikvæðum áhrifum dauðastirðnunar á upptöku við hefðbundna
verkunarferla. Aðstæðum við söltun og hitastigi þarf að stýra mjög vel til
að lágmarka hættu á örveruvexti þar sem unnið er við mjög lágan
saltstyrk við framleiðslu léttsaltaðra (2% salt) afurða.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Skyrsla_13-09.pdf 343.0Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta