| Titill: | Íslenskt bygg til matvælaframleiðsluÍslenskt bygg til matvælaframleiðslu |
| Höfundur: | Ólafur Reykdal 1955 ; Jónatan Hermannsson 1946 ; Þórdís Anna Kristjánsdóttir 1953 ; Jón Óskar Jónsson 1981 ; Aðalheiður Ólafsdóttir ; Emilía Martinsdóttir 1949 ; Birgitta Vilhjálmsdóttir ; Jón Guðmundsson ; Guðmundur Mar Magnússon |
| URI: | http://hdl.handle.net/10802/1438 |
| Útgefandi: | Matís |
| Útgáfa: | 12.2008 |
| Ritröð: | Skýrsla Matís ; 40-08 |
| Efnisorð: | Bygg; Næringarefni; Öryggiseftirlit; Brauð; Bygg; Bjór (áfengi) |
| ISSN: | 1670-7192 |
| Tungumál: | Íslenska |
| Tegund: | Skýrsla |
| Útdráttur: | Verkefnið „Aukin verðmæti úr íslensku byggi“ var unnið á árunum 2006
til 2008 í samstarfi Matís ohf, Landbúnaðarháskóla Íslands, byggframleiðenda og matvælafyrirtækja. Gerðar voru mælingar á næringarefnum, aðskotaefnum og örverum í bygginu. Sérstaka athygli vöktu hollustuefnin beta-glúkanar en þeir eru vatnsleysanleg trefjaefni. Öryggi byggsins var fullnægjandi samkvæmt mælingum á örverum og aðskotaefnum. Prófanir á bökun byggbrauða fóru fram í fyrirtækjum og var sýnt fram á að íslenskt bygg hentar vel í bökunarvörur. Skynmat og neytendakönnun fór fram á byggbrauðum og sambærilegum brauðum án byggs. Byggbrauðin höfðu sín sérkenni og fengu almennt góða dóma. Framleitt var byggmalt og síðan var það notað sem hráefni í bjórgerð. Það tókst að framleiða bjór af fullnægjandi gæðum en helsta vandamálið við maltframleiðsluna var lágt spírunarhlutfall byggsins. Tekin voru saman drög að gæðakröfum fyrir íslenskt bygg til framleiðslu á bökunarvörum og byggmalti. |
| Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
|---|---|---|---|
| Skyrsla_40-08.pdf | 821.8Kb |
Skoða/ |