#

Meðhöndlun hrogna og lirfa með nýrri blöndu bætibaktería

Skoða fulla færslu

Titill: Meðhöndlun hrogna og lirfa með nýrri blöndu bætibakteríaMeðhöndlun hrogna og lirfa með nýrri blöndu bætibaktería
Höfundur: Jónína Þ. Jóhannsdóttir ; Heiðdís Smáradóttir ; Eyrún Gígja Káradóttir ; Eydís Elva Þórarinsdóttir ; María Pétursdóttir ; Rannveig Björnsdóttir
URI: http://hdl.handle.net/10802/1432
Útgefandi: Matís
Útgáfa: 09.2008
Ritröð: Skýrsla Matís ; 28-08
Efnisorð: Lúðueldi; Bætibakteríur; Hrogn; Lifur; Bakteríuflóra
ISSN: 1670-7192
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Markmið verkefnisins í heild sinni er að bæta lifun og gæði lúðulirfa í startfóðrun og nota til þess umhverfisvænar aðferðir þar sem hrogn og lirfur eru meðhöndluð
með nýrri blöndu bætibaktería sem einangraðar hafa verið úr eldisumhverfi lúðulirfa.
Mikil afföll verða á fyrstu stigum lúðueldis og því mikilvægt að skapa ákjósanlegt
umhverfi á þessum fyrstu og viðkvæmustu stigum eldisins. Notkun bætibaktería er
ein leið til þess en bætibakteríur geta með ýmsum hætti haft jákvæð áhrif á hýsil
sinn, s.s. komið í veg fyrir að óæskilegar bakteríur nái fófestu í meltingarvegi hans,
örvað ónæmissvörun og bætt jafnvægi í meltingarvegi hans.
Framkvæmdar voru þrjár aðskildar tilraunir í eldisstöð Fiskeyjar hf. þar sem
meðhöndlað var með blöndu bætibaktería á mismunandi stigum eldisins. Áhrif
meðhöndlunar voru metin m.t.t. afkomu og gæða hrogna og lirfa en samsetning
bakteríuflóru eldisins var einnig skoðuð. Bætibakteríum var bætt út í eldisumhverfi
hrogna en lirfur voru meðhöndlaðar í gegnum fóðurdýrin. Helstu niðurstöður benda
til þess að meðhöndlun með nýrri blöndu bætibaktería geti haft áhrif á samsetningu
bakteríuflóru hrogna, lirfa og fóðurdýra þeirra en að meðhöndla þurfi tíðar en gert
var í rannsókninni ef viðhalda á áhrifum til lengri tíma. Endurtekin meðhöndlun á
hrognastigi virtist lækka tíðni gallaðra kviðpokalirfa auk þess sem meðhöndlun frá
upphafi frumfóðrunar virtist hafa jákvæð áhrif á afkomu lirfa í lok frumfóðrunar.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Skyrsla_28-08.pdf 743.5Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta