#

Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks. Áhrif mismunandi söltunaraðferða á verkun þorskflaka

Skoða fulla færslu

Titill: Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks. Áhrif mismunandi söltunaraðferða á verkun þorskflakaFerlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks. Áhrif mismunandi söltunaraðferða á verkun þorskflaka
Höfundur: María Guðjónsdóttir ; Þóra Valsdóttir ; Ása Þorkelsdóttir ; Kolbrún Sveinsdóttir ; Hannes Magnússon ; Sigurjón Arason ; Kristín Anna Þórarinsdóttir
URI: http://hdl.handle.net/10802/1394
Útgefandi: Matís
Útgáfa: 06.2007
Ritröð: Skýrsla Matís ; 20-07
Efnisorð: Saltfiskur; Gæði; Nýting; Þurrkun; NMR
ISSN: 1670-7192
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Gerður var samanburður á áhrifum mismunandi söltunaraðferða á nýtingu, gæði
og aðra eiginleika saltaðra þorskflaka. Einn hópur var eingöngu stæðusaltaður
en aðrir hópar voru forsaltaðir á mismunandi hátt, þ.e. með pækilsöltun,
sprautun og/eða pæklun. Sprautaður fiskur var með hærri nýtingu og kom
betur út í gæðamati en ósprautaður fiskur. Hins vegar bentu niðurstöður til
þess að verkunarlykt og -bragð væru meiri í ósprautuðum fiski.
Kannað var hver áhrif af notkun fosfats og sprautunar á þurrkeiginleika væru
vegna hærra vatns- og saltmagns í afurðum. Í ljós kom að sprautaður fiskur
léttist minna við þurrkun. Af fyrrgreindum ástæðum reyndist því vatnsinnihald
hærra eftir þurrkun heldur en í ósprautuðum fiski. Misjafnt var í hvaða flokk
þurrkaðra afurða flökin féllu eftir því hvort miðað var við efnainnihald eftir
þurrkun eða þyngdartap við þurrkun. Því þarf að endurskoða viðmið út frá
nýjum söltunarferlum og aðlaga þurrkferla að breyttum eiginleikum saltaðra
afurða.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Skyrsla_20-07.pdf 1.686Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta