#

Blóðþrýstingslækkandi áhrif (Ace-hindravirkni) í íslensku sjávarfangi : uppsetning mæliaðferða

Skoða venjulega færslu

dc.contributor.author Lárus Freyr Þórhallsson 1981 is
dc.contributor.author Margrét Geirsdóttir is
dc.contributor.author Guðmundur Óli Hreggviðsson 1954 is
dc.contributor.author Sigurður Vilhelmsson 1953 is
dc.contributor.author Guðjón Þorkelsson 1953 is
dc.date.accessioned 2011-08-16T15:49:10Z
dc.date.available 2011-08-16T15:49:10Z
dc.date.issued 2007-05
dc.identifier.issn 1670-7192
dc.identifier.uri http://hdl.handle.net/10802/1386
dc.description.abstract Meginmarkmið verkefnisins var að setja upp mælingar á ACEhindra
virkni á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Matís ohf). Það
er ásetningur Matís ohf að nýta þessar mæliaðferðir til að auka
verðmæti íslensks sjávarfangs með því að kanna í hvaða afurðum
þessi virkni finnst og þar með verði mögulegt að þróa nýjar afurðir
og afla nýrra markaða fyrir íslenskt sjávarfang. Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins, Háskólinn í LaRochelle í Frakklandi og
Lyfjafræðideild Háskóla Íslands unnu saman að þessu verkefni.
Ástæðan fyrir verkefninu var að á Rf er unnið að nokkrum
verkefnum þar sem stefnan er að kanna svonefnda lífvirkni (
heislusamleg/heilsubætandi) sjávarafurða. Lífvirkni er forsenda
þess að mögulegt sé að markaðssetja vörur sem markfæði
(functional food). Háskólinn í LaRochelle hefur sérhæft sig í
mælingum á ACE-hindrandi áhrifum peptíða úr alls konar hráefni.
Þessar mælingar hafa ekki verið gerðar á Íslandi.. Stór hluti
verkefnisins var unnin sem lokaverkefni í M.Sc. námi í lyfjafræði
við Háskóla Íslands. Byggir skýrsla þessi að mestu leyti að
mastersritgerð Lárusar Freys Þórhallssonar vorið 2007.
Sett var upp og þróuð mæliaðferð til að mæla ACE hindrun sem
virkar til ákvörðunar á IC50 gildum samkvæmt gildingu með
enalapríl. Einnig gefa niðurstöður til kynna að einhverja ACE
hindrandi virkni er að finna í þorskhýdrólýsati og var mesta virknin
í hýdrólýsati sem síað var með 1 kDa síu.
Afrakstur verkefnisins er því mæliaðferð sem nýtt verður í
fjölmörgum verkefnum um lífvirkni í íslensku sjávarfangi.
Verkefnið hefur óbein áhrif á verðmæti íslensks sjávarfangs með
því að stuðla að þróun á vörum til notkunar í sérfæði, fæðubótarefni
og markfæði.
is
dc.language.iso is
dc.publisher Matís is
dc.relation.ispartofseries Skýrsla Matís ; 10-07
dc.subject Blóðþrýstingslækkandi áhrif is
dc.subject Sjávarfang is
dc.subject Uppsetning mæliaðferða is
dc.subject ACE is
dc.subject Blóðþrýstingur is
dc.title Blóðþrýstingslækkandi áhrif (Ace-hindravirkni) í íslensku sjávarfangi : uppsetning mæliaðferða is


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Skyrsla_10-07.pdf 343.0Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða venjulega færslu

Leita


Fletta