#

Geymsluþolstilraunir á þorskbitum. Áhrif ofurkælingar, pæklunar og gaspökkunar á gæðabreytingar og geymsluþol

Skoða fulla færslu

Titill: Geymsluþolstilraunir á þorskbitum. Áhrif ofurkælingar, pæklunar og gaspökkunar á gæðabreytingar og geymsluþolGeymsluþolstilraunir á þorskbitum. Áhrif ofurkælingar, pæklunar og gaspökkunar á gæðabreytingar og geymsluþol
Höfundur: Hannes Magnússon 1952 ; Lauzon, Hélene L. ; Kolbrún Sveinsdóttir ; Ása Þorkelsdóttir ; Birna Guðbjörnsdóttir 1957 ; Emilía Martinsdóttir 1949 ; Guðrún Ólafsdóttir ; María Guðjónsdóttir ; Sigurður Bogason ; Sigurjón Arason 1950
URI: http://hdl.handle.net/10802/1379
Útgefandi: Matís
Útgáfa: 05.2007
Ritröð: Skýrsla Matís ; 12-07
Efnisorð: Ofurkæling; Loftskiptar umbúðir; Geymsluþol; Örverur; Skynmat; Þorskur
ISSN: 1670-7192
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Markmið þessara tilrauna var að meta áhrif ofurkælingar, lofskiptra
umbúða (MAP) og pæklunar á gæðabreytingar og geymsluþol þorskbita.
Þá voru könnuð áhrif gaspökkunar og mismunandi geymsluhita á vöxt
nokkurra sýkla og bendiörvera. Tilraunin var framkvæmd í október 2006
hjá Samherja á Dalvík. Eftir lageringu (0,6 og 2% salt) var fiskurinn
snyrtur og hnakkastykkjum pakkað annars vegar í hefðbundnar 3 kg
frauðplastpakkningar (loftpökkun) og hins vegar í loftskiptar umbúðir.
Gasblandan var stillt á 50% CO2, 5% O2 og 45% N2. Þrír bitar (350-
550g) voru settir í hvern bakka með þerrimottu. Eftir pökkun var
sýnunum komið fyrir í frystihermum Matís sem stilltir voru á 0°C, -2°C
og -4°C. Sýnin voru rannsökuð yfir fjögurra vikna geymslutímabil.
Skynmat, örverutalningar og efnamælingar voru notaðar til að meta
gæðabreytingar og geymsluþol. Pæklaður (2% salt) fiskur geymdist
skemur en ópæklaðir (0,6% salt). Samanburður á örverufjölda daginn eftir
pökkun sýndi að pæklaði fiskurinn innihélt tífalt meira af kuldaþolnum
örverum en ópæklaður. Samkvæmt skynmati var geymsluþol pæklaða
fisksins við -2°C 12-15 dagar í bæði loft- og gaspökkuðum bitum. Í
ópæklaða fiskinum voru áhrif gaspökkunar og ofurkælingar greinileg.
Geymsluþol loftpakkaðra bita var um 11 dagar við 0°C en 14-15 dagar
við -2°C. Geymsluþol gaspakkaðra bita var hins vegar um 15 dagar við
0°C en um 21 dagur við -2°C. Ofurkæling ferskra ópæklaðra fiskafurða í
loftskiptum umbúðum getur því aukið geymsluþol verulega. Gaspökkun
dró verulega úr vaxtarhraða sýkla og bendiörvera við lágt hitastig. Mest
voru áhrifin á vöxt Salmonella, þá á Escherichia coli en minnst á Listeria
monocytogenes. Við loftskilyrði óx L. monocytogenes við -2°C, en E. coli
byrjaði að fjölga sér við 5°C og Salmonella við 10°C.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Skyrsla_12-07.pdf 757.9Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta