Titill: | Virkjun grunnvatnshluta vatnafræðilíkansins WaSiM, auk samanburðarvið stakar rennslismælingar og stuttar rennslisraðirVirkjun grunnvatnshluta vatnafræðilíkansins WaSiM, auk samanburðarvið stakar rennslismælingar og stuttar rennslisraðir |
Höfundur: | Bergur Einarsson 1981 ; Sveinbjörn Jónsson 1981 |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/1338 |
Útgefandi: | Veðurstofa Íslands |
Útgáfa: | 01.2010 |
Efnisorð: | Vatnafræði; Líkindafræði; Rennslismælingar; WaSiM |
Tungumál: | Íslenska |
Tegund: | Skýrsla |
Útdráttur: | Á árinu 2009 var aðal áherslan í verkefnum tengdum vatnafræðilegum líkanreikningum að bæta og þróa aðferðafræðina við notkun vatnafræðilega líkansins WaSiM. Í upphafi árs var sú gerð líkansins sem notast er við uppfærð í útgáfu 8.4 í stað útgáfu 6.4, en töluverðar lagfæringar hafa verið gerðar á innri reikningum líkansins milli þessarar útgáfna. Einnig var unnið að því að virkja grunnvatnshluta líkansins, en í reikningum hingað til hefur ekki verið tekið tillit til grunnvatns. Auk þessa voru tilraunir gerðar með að nota stuttar tímaraðir og stakar rennslismælingar til að ákvarða stuðlasetningu líkansins.
Á Norðurlöndum er nú unnið að ítarlegum athugunum á áhrifum veðurfarsbreytinga á orkukerfi og orkuframleiðslu og hefur Norræni orkurannsóknasjóðurinn (Nordic Energy Research) styrkt fjögurra ára norrænt samstarfsverkefni á þessu sviði á árunum 2007–2010. Norræna verkefninu, Climate and Energy Systems (CES), er stjórnað af Veðurstofu Íslands (áður af Vatnamælingum) og er íslenska verkefnið „Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á orkukerfi og samgöngur“ (LOKS) unnið samhliða því norræna. Þessi verkefni tengjast forvera norræna samstarfsverkefnisins, rannsóknarverkefninu „Climate and Energy“ (www.os.is/ce) og verkefni sem er enn eldra, „Climate, Water and Energy“ (www.os.is/cwe), auk fyrri íslenskum systurverkefnum þeirra, „Veður, Vatn og Orka“ og „Veður og Orka“ (www.os.is/vvo). Umtalsverður hluti verkefnanna snýr að notkun vatnafræðilíkans til að meta áhrif breytinga í veðurfari á vatnafar. Því er vinna við virkjun grunnvatnshluta vatnafræðilega líkansins að hluta fjármögnuð af þessum verkefnum. Vinna við virkjun grunnvatnshluta vatnafræðilega líkansins að hluta fjármögnuð af þessum verkefnum. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
VI-BE-SJ-2010-0 ... nafræðilíkansins WaSiM.pdf | 471.0Kb |
Skoða/ |