#

Söfnun og meðhöndlun spilliefna í litlum slippum á Norðurlöndum

Skoða fulla færslu

Titill: Söfnun og meðhöndlun spilliefna í litlum slippum á NorðurlöndumSöfnun og meðhöndlun spilliefna í litlum slippum á Norðurlöndum
Ritstjóri: Forberg, Knut ; Evenset, Anita
URI: http://hdl.handle.net/10802/1336
Útgefandi: Norræna ráðherranefndin
Útgáfa: 2010
Ritröð: TemaNord ; 2010:535
Efnisorð: Norræna ráðherranefndin; Norðurlönd; Sjávarmengun; Mengun; Skipasmíðastöðvar; Umhverfismál
ISBN: 978-92-893-2052-8
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Vitað er að slippstöðvar valda mengun sjávar. Á síðari árum hafa umhverfisstjórnvöld á Norðurlöndum í mismiklum mæli fylgst með stærri slippstöðvum og beint fyrirmælum til þeirra. Lítið eftirlit hefur verið með litlum slippstöðvum, þar sem starfa yfirleitt 1–5 manns, og því er lítið vitað um rekstrarhætti og umhverfisvitund þeirra. Verkefnið sem hér er fjallað um varð til að frumkvæði umhverfisstjórnvalda í Finnmörku (Noregi), Færeyjum, Álandseyjum og Íslandi. Markmiðið var að safna upplýsingum um rekstrarhætti, þekkingu á notkun hættulegra efna við viðhald á bátum á litlum slippstöðvum á eftirfarandi þremur stöðum: Tromsfylki í Noregi, Færeyjum og Álandseyjum. Markhópurinn var slippstöðvar með færri en 4–5 starfsmenn sem annast viðgerðir og viðhald á bátum. Við gerð yfirlitsins var aðallega stuðst við heimsóknir á vinnustaði sem valdir voru í samráði milli Akvaplan-niva og umhverfis-stjórnvalda á hverjum stað.
Fyrir valinu urðu fjögur fyrirtæki í Tromsfylki, þrjú á Álandseyjum og þrjú í Færeyjum (færeysku slippstöðvarnar eru ívið stærri en í Tromsfylki og á Álandseyjum).


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
TN2010535web[1].pdf 5.161Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta