Titill: | Um útreikning á gjaldmiðlavogumUm útreikning á gjaldmiðlavogum |
Höfundur: | Guðrún Yrsa Richter ; Daníel Svavarsson |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/1302 |
Útgefandi: | Seðlabanki Íslands |
Útgáfa: | 2006 |
Ritröð: | Peningamál ; 2006, 2. |
Efnisorð: | Gjaldmiðlar; Gengisstýring; Gengismál; Seðlabanki Íslands; Vísitölur |
Tungumál: | Íslenska |
Tegund: | Tímaritsgrein |
Útdráttur: | Í greininni eru færð rök fyrir því að aðferðir sem notaðar hafa verið við að reikna gengisvísitölur sem
Seðlabankinn birtir (þ. á m. vísitölu gengisskráningar) þjóni ekki fyllilega hlutverki sínu og þá sérstaklega í kjölfar breytinga á peningastefnunni. Settar eru fram hugmyndir um nýjar vísitölur sem taka mið af aðferðum sem t.d. hefur verið beitt í Bretlandi og Bandaríkjunum undanfarin ár og einkennast af því að val gjaldmiðla í vogirnar er kerfisbundnara en núverandi aðferð. Gjaldmiðlar verði teknir inn í vístölurnar að uppfylltum tvenns konar misströngum skilyrðum. Í „þrengri” vísitöluna verði tekin öll lönd sem eiga meiri viðskipti við Ísland en sem nemur 1% af heildarvöruviðskiptum. Í „breiðari“ vísitölunni verði tekið tillit til gjaldmiðla allra landa sem eiga meiri viðskipti við Ísland en sem nemur 0,5% af heildarvöruviðskiptum. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
2006-2 Um útrei ... r og Daníel Svavarsson.pdf | 170.9Kb |
Skoða/ |