#

Það eru forréttindi að lifa með fötlun

Skoða fulla færslu

Titill: Það eru forréttindi að lifa með fötlunÞað eru forréttindi að lifa með fötlun
Höfundur: Freyja Haraldsdóttir
URI: http://hdl.handle.net/10802/130
Útgáfa: 2007
Efnisorð: Menntamálaráðuneytið; Framhaldsskólar; Fatlaðir; Fræðslumál; Fötlun
Tungumál: Íslenska
Athugasemdir: Fræðsla í framhaldssskólum landsins veturinn 2006-2007. Samantekt.Verkefnið Það eru forréttindi að lifa með fötlun, styrkt af menntamálaráðuneyti og
félagsmálaráðuneyti hóf göngu sína 5. október 2006 við hátíðlega opnun í Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ. Að hausti 2005 heimsótti ég menntamálaráðherra og kynnti henni hugmynd mína sem
hún sýndi mikinn áhuga og varð til þess að hjólin fóru að snúast. Ásgerður Ólafsdóttir fékk
verkefnið í sínar hendur og strax í lok árs 2005 unnum við í sameiningu að skipulagi,
fjárhagsáætlun og öðru tengdu verkefninu.
Tíminn leið og í lok júnímánaðar 2006 var samþykkt að mennta- og félagsmálaráðuneyti myndu í
sameiningu styrkja verkefnið og var það afar ánægjulegt, ekki aðeins fyrir mig heldur málaflokkinn
allan saman. Þar var stigið skref fram á við í að breyta ímynd fatlaðs fólks.
12. júlí sama ár var stofnaður bakhópur fyrir verkefnið og sátu í honum ég sjálf, Ásgerður
Ólafsdóttir fulltrúi menntamálaráðuneytis, Hrefna Haraldsdóttir fulltrúi Sjónarhóls og Sigríður
Daníelsdóttir fulltrúi félagsmálaráðuneytis og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi.
Funduðum við reglulega og undirbjuggum komandi starf og fræðslu. Góð samvinna var til staðar
og áhugasemi allra fleyttu okkur þangað sem við vildum vera.
Helgi Þór Gunnarsson MA afbrota- og fötlunarfræðinemi við Háskóla Íslands ákvað að slást í
hópinn og fylgdi mér á marga fyrirlestra og gerði athugun á fræðslunni. Skrifaði hann verkefni um
fyrirlestraferðina og beindi sjónum að hvernig fjölmiðlar hafa fjallað um verkefnið, þ.e.a.s. hvort
litið hafi verið á það með læknisfræðilegu- eða félagsfræðilegu sjónarhorni. Rannveig
Traustadóttir gaf honum sín bestu meðmæli í haust en hann gerði BA rannsókn sína um
hreyfihömluð ungmenni undir nafninu Að púlla öryrkjan – viðtöl við ungt hreyfihamlað fólk. Mæli
ég sterklega með lestri þeirrar rannsóknar.
Tilgangur þessarar samantektar er að gera grein fyrir því starfi sem hefur átt sér stað þennan
vetur. Mun ég velta fyrir ýmsu sem vel er núþegar gert og einnig því sem betur mætti fara. Það
má geta þess að allar hugleiðingar um aðgengi framhaldsskóla, viðmót, upplifun og móttökur sem
ég hef fengið eru aðeins byggðar á minni upplifun og getgátum, engin formleg rannsókn hefur
verið gerð.
Að lokum mun ég draga saman helstu niðurstöður af þessari reynslu minni, lærdóm og viðhorfi
sem Það eru forréttindi að lifa með fötlun hefur fært mér hingað til og vonandi mörgum öðrum.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
forrettindi.pdf 328.7Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta