Titill: | Orðaforði og lestrarfærni : tengsl við gengi nemenda í lesskilningshluta PISAOrðaforði og lestrarfærni : tengsl við gengi nemenda í lesskilningshluta PISA |
Höfundur: | Freyja Birgisdóttir 1969 |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/11886 |
Útgáfa: | 2016 |
Efnisorð: | Lesskilningur; Orðaforði; Lestur; PISA |
Tungumál: | Íslenska |
Tengd vefsíðuslóð: | http://netla.hi.is/serrit/2016/um_laesi/004.pdf |
Tegund: | Tímaritsgrein |
Gegnir ID: | 991007673419706886 |
Birtist í: | Netla 2016 |
Athugasemdir: | Rafræn útgáfa eingöngu Ritrýnd grein Sérrit 2016 - um læsi |
Útdráttur: | Frammistöðu íslenskra nemenda í PISA-könnuninni hefur hrakað jafnt og þétt undanfarinn áratug, ekki síst í lesskilningi. Þótt ýmsar ástæður fyrir því hafi verið nefndar hafa fáar rannsóknir verið gerðar þar sem skoðað er sérstaklega hvað gæti valdið slöku gengi íslenskra nemenda í lesskilningshluta PISA. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna möguleg svör við þeirri spurningu. Próf sem meta orðaforða, færni í lestri, sjálfstjórn í námi, ánægju af lestri, lestrartíðni og námsaðferðir í lesskilningi voru lögð fyrir lagskipt úrtak 280 nemenda af landinu öllu og frammistaða þeirra tengd einkunn á lesskilningshluta PISA-prófsins. Meginniðurstöður voru þær að orðaforði og sjálfvirkni í lestri veitti einna sterkustu forspána um það hvort nemendur lentu yfir eða undir tveimur lægstu hæfniþrepunum í lesskilningi, jafnvel eftir að tekið hafði verið tillit til þekktra áhrifabreyta eins og ánægju af lestri, lestrartíðni og námsaðferða í lesskilningi. Niðurstöður sýndu að til samans spáðu þessar breytur fyrir um 51% þeirra nemenda sem lentu undir hæfniþrepi 2 á PISA-prófinu, og 95% þeirra sem lentu ýmist á 2. hæfniþrepi eða þar yfir. Þessar niðurstöður benda til þess að orðaforða og lestrarfærni sé ábótavant hjá hluta 15 ára íslenskra nemenda og að slök færni á því sviði hafi áhrif á hæfni þeirra til þess að lesa sér til gagns. Slíkar niðurstöður eru áhyggjuefni og því mikilvægt að taka tillit til þeirra við mótun lestrarkennslu á öllum skólastigum. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða | Lýsing |
---|---|---|---|---|
004.pdf | 413.1Kb |
Skoða/ |
Heildartexti |