Útdráttur:
|
Langvarandi samdráttarskeið er framundan á Íslandi, eftir eitt lengsta samfellda og mesta hagvaxtarskeið í sögu landsins. Ísland er á tímamótum og spurt var hvaða áhrif þetta hefði á einstök sveitarfélög, einkum á Vesturlandi. Í þessari skýrslu var gerð tilraun til að spá fyrir um hversu mikil áhrif 10% samdráttur vergrar landsframleiðslu (VLF) hefði á atvinnustig (ársverk) og atvinnutekjur einstakra sveitarfélaga á Vesturlandi. Stuðst var við aðferð minnstu fervika og gagnagrunn yfir öll sveitarfélög landsins á tímabilinu 1981-2006. Niðurstöður panel gagna líkansins gáfu til kynna að áhrifin verði neikvæð á bilinu 1,3-5,3%, mest í Borgarbyggð 5,3%, 2,4% á Akranesi, 2,6% í Grundarfirði, 3,5% í Stykkishólmi og minnst í Snæfellsbæ upp á 1,3%. Áhrifin mældust ekki marktæk í öðrum sveitarfélögum á Vesturlandi. |