Titill:
|
Húsnæðiskönnun 2007 : húsnæðisaðstæður og greiðsluerfiðleikar í ólíkum þjóðfélagshópumHúsnæðiskönnun 2007 : húsnæðisaðstæður og greiðsluerfiðleikar í ólíkum þjóðfélagshópum |
Höfundur:
|
Stefán Ólafsson 1951
;
Gunnar Þór Jóhannesson 1976
|
URI:
|
http://hdl.handle.net/10802/8060
|
Útgefandi:
|
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Rannsóknarstöð þjóðmála
|
Útgáfa:
|
10.2007 |
Efnisorð:
|
Húsnæðismál; Félagslegar íbúðir; Ísland
|
Tungumál:
|
Íslenska
|
Tengd vefsíðuslóð:
|
http://thjodmalastofnun.hi.is/sites/thjodmalastofnun.hi.is/files/skrar/husnadiskonnun_skyrslan.pdf
http://thjodmalastofnun.hi.is/sites/thjodmalastofnun.hi.is/files/skrar/husnadiskonnun_vidauki.pdf
|
Tegund:
|
Bók |
Gegnir ID:
|
991004996759706886
|
Athugasemdir:
|
Könnunin var unnin að beiðni félagsmálaráðuneytisins og náði til 1200 manna úrtaks 18-80 ára fólks af landinu öllu. Viðtöl voru tekin í ágúst. Auk þess var aflað upplýsinga frá sveitarstjórnum og félagasamtökum um fólk á biðlistum eftir félagslegum úrræðum. Þá var rætt við fagaðila á þessu sviði um vandamál sem fólk stendur helst frammi fyrir við núverandi aðstæður á húsnæðismarkaði. Markmiðið var að fá fram mynd af húsnæðisaðstæðum og greiðslubyrði fólks í ólíkum þjóðfélagshópum. Niðurstöður eru settar fram í skýrslu þessari, viðaukaskýrslu og sérstakri skýrslu um þörf fyrir félagslegt húsnæði. Stefán Ólafsson prófessor stjórnaði verkefninu og skrifaði skýrsluna en Gunnar Þór Jóhannesson sérfræðingur á Félagsvísindastofnun annaðist gagnavinnslu. |
Útdráttur:
|
Á undanförnum árum hafa orðið miklar breytingar á sviði húsnæðismála hér á landi. Lánveitingar hafa að nokkru leyti færst frá Íbúðalánasjóði til einkabanka, samhliða hækkun lánshlutfalls, lækkun vaxta og lengingu lánstíma. Einnig hefur hið félagslega húsnæðiskerfi gjörbreyst. Á sama tíma hefur fasteignaverð hækkað afar mikið. Á síðustu misserum hefur lánshlutfall aftur lækkað og vextir hækkað. Við þessar breyttu aðstæður verður skuldsetning fasteignakaupenda mun meiri og eignamyndun hægari en áður. Svo virðist sem hið hækkaða fasteignaverð og aukin skuldsetning geri að litlu eða engu þann ávinning kaupenda sem varð af upphaflegri lækkun vaxta árið 2004. Vaxtagjöld heimilanna jukust um 125,3% að raungildi frá 1994 til 2005 en vaxtabætur til heimilanna jukust á sama tíma aðeins um 4,7% að raungildi (á föstu verðlagi). Vaxtabætur vegna húsnæðislána hafa þannig dregist verulega afturúr vaxtakostnaði vegna sömu lána, samkvæmt skýrslu Hagstofu Íslands “Ráðstöfunartekjur heimilageirans 1994-2005” (sbr. Þjóðhagsreikningar 2007:5, 16. apríl 2007). Vaxtabætur sem runnu til heimilanna voru um 26% vaxtagjalda þeirra árið 1994 en árið 2005 voru vaxtabæturnar komnar niður í um 12% af vaxtagjöldunum, sem höfðu hækkað mun örar en vaxtabæturnar. Faglegir viðmælendur á fasteignamarkaði töldu flestir að aðstæður væru nú erfiðar fólki með lægri tekjur og ýmsum sérhópum sem vildu kaupa íbúðarhúsnæði eða komast í trygga leigu. |