#

Framkvæmd þingsályktunar um stefnu í byggðamálum 1999 – 2001 : greinargerð Byggðastofnunar

Skoða fulla færslu

Titill: Framkvæmd þingsályktunar um stefnu í byggðamálum 1999 – 2001 : greinargerð ByggðastofnunarFramkvæmd þingsályktunar um stefnu í byggðamálum 1999 – 2001 : greinargerð Byggðastofnunar
URI: http://hdl.handle.net/10802/7813
Útgefandi: Byggðastofnun
Útgáfa: 04.2001
Efnisorð: Byggðastefna; Stjórnsýsla; Ísland
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.byggdastofnun.is/static/files/Byggdaaetlun9901/framkvaemd_thingsalyktunar.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991004955889706886
Athugasemdir: Að beiðni iðnaðarráðherra hefur verið tekin saman eftirfarandi greinargerð um framkvæmd gildandi þingsályktunar Alþingis um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1999-2001.

Í þingsályktuninni er sett það markmið að treysta búsetu á landsbyggðinni og tilgreindar aðgerðir í 21 lið til þess að ná því markmiði. Aðgerðunum er skipt í 4 flokka. Í fyrsta lagi eru tilgreindar aðgerðir í atvinnumálum, í öðru lagi aðgerðir á sviði menntunar og menningar, í þriðja lagi aðgerðir til jöfnunar lífskjara og bættrar samkeppnisstöðu og loks bætt umgengni við landið.

Ályktunin er skýrari stefnumörkun en áður hefur verið og hefur að geyma nokkuð ákveðnar tillögur í nokkrum málaflokkum. Við undirbúning málsins á sínum tíma var stuðst við ítarlegar skýrslur um orsakir búferlaflutninga og íbúaþróun, auk upplýsinga um stefnu í nokkrum ríkjum erlendis og aðgerðir stjórnvalda þar.

Segja má að stefnumörkunin hérlendis sé að færast nær því sem gerist erlendis, en verulega vantar þó á að það fjármagn sem varið er til byggðaþróunar hérlendis sé í samræmi við framlög erlendra þjóða, svo sem Norðurlandaþjóða. Meðal norrænna þjóða er minnstu fé varið til byggðaþróunar á Íslandi. Hér er fjármagnið auk þess að mestu leyti lánsfé, en styrkir annars staðar á Norðurlöndunum. Ekki þarf að koma á óvart að byggðaröskun er langsamlega mest hér á landi.

Ljóst er að margt af því sem samþykkt er í þingsályktuninni hefur tekist vel, svo sem uppbygging fjarkennslu og símenntunarmiðstöðva, og verulega auknu fjármagni hefur verið varið til jöfnunar námskostnaðar og húshitunarkostnaðar. Jákvæð áhrif eru enn fremur að allflest ráðuneyti hafa athugað möguleika á að flytja starfsemi út á land, og má þar einkum nefna félagsmálaráðuneytið og samgönguráðuneytið. Fjármagn til atvinnuþróunarfélaganna hefur verið aukið úr 65 milljónum króna í 103 milljónir króna á ári, og á tímabilinu hafa verið veittar 900 milljónir króna til eignarhaldsfélaga. Þar að auki hafa útlán Byggðastofnunar aukist verulega á tímabilinu.

Telja verður að árangur í byggðamálum ráðist af því hversu vel skilgreindar aðgerðir eru og þeim fjárhæðum sem til þeirra er varið. Benda má á að verulegu fjármagni er varið árlega til atvinnuuppbyggingar á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars af opinberum aðilum. Svo dæmi séu nefnd um fjárfestingu í nýrri atvinnuuppbyggingu, sem verulega hefur styrkt höfuðborgarsvæðið, lögðu ríkisbankarnir 6 milljarða króna til hlutafjárkaupa í DeCode og keyptu hlut í Íslandssíma fyrir einn milljarð króna. Öflugra höfuðborgarsvæði leiðir til sterkari stöðu búsetu á Íslandi, en með sama hætti verður landið í heild öflugra ef byggð á landsbyggðinni styrkist frá því sem nú er og veikara ef dregur úr styrk landsbyggðarinnar.

Samspil margra þátta á ólíkum sviðum ræður byggðaþróun, en engu að síður eru atvinnumálin án nokkurs vafa langveigamesti þátturinn. Koma þar til atriði eins og tekjur, fjölbreytni starfa og atvinnuöryggi. Aðgerðir til að styrkja atvinnulífið eru á hverjum tíma þungamiðjan í aðgerðum og áætlunum hins opinbera til þess að styrkja búsetu á tilteknum svæðum. Það kemur því ekki á óvart að erlendis beinast aðgerðir stjórnvalda fyrst og fremst að þessu sviði og varið miklum fjárhæðum til þess að styrkja atvinnuuppbyggingu.

Hins vegar er helsti veikleiki byggðastefnunnar hérlendis hversu litlu fjármagni er varið til atvinnuuppbyggingar. Aðgerðir á því sviði eru auk þess dreifðar á marga aðila og lítið samræmi á milli þeirra. Í þessum efnum sem öðrum er það fjármagnið sem er afl þess sem gera skal.

Á gildistíma byggðaáætlunarinnar hafa verið sett ný lög um Byggðastofnun. Þar er stofnuninni veitt heimild til þess að taka þátt í fjármögnun áhættusamra verkefna á sviði atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar auk þess sem undirstrikað er hlutverk stofnunarinnar sem lánastofnunar. Gert er ráð fyrir sérstökum framlögum úr ríkissjóði til þessara verkefna. Þá hefur lánaumsýsla stofnunarinnar vaxið verulega, og ríkissjóður hefur lagt fram fé til stofnunarinnar sem varið er til nýsköpunarverkefna í gegnum eignarhaldsfélög. Öll þessi atriði eru í samræmi við áherslur þingsályktunarinnar og er nauðsynlegt að halda áfram á sömu braut.

Atvinnulíf á landsbyggðinni þarf greiðan aðgang að lánsfé á sambærilegum kjörum og bjóðast á höfuðborgarsvæðinu, og veita þarf fjárfestingarstyrki í samræmi við það sem tíðkast erlendis. Greinilegt er að á síðustu misseri hefur þörf fyrirtækja á landsbyggðinni fyrir lánsfé vaxið hröðum skrefum í samræmi við breyttar áherslur viðskiptabankanna og það að Fiskveiðisjóður var lagður niður. Er áríðandi að sem fyrst geti Byggðastofnun mætt þessari auknu þörf atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni fyrir lánafyrirgreiðslu.

Helstu gallar þingsályktunarinnar eru að hún er ekki ákvörðun um framkvæmdir, og í nokkrum af greinum hennar hafa of mörg framkvæmdaatriði verið felld undir einstaka liði. Það leiðir til þess að ábyrgð á framkvæmd verður óljós. Þá er í einstökum tilvikum ekki tilgreindur framkvæmdaraðili, og stundum vantar ákveðnari tímamörk og að tengja saman byggðaáætlunina og aðrar framkvæmdaáætlanir ríkisins.

Telja verður heppilegra að þingsáætlunin sé stefnuyfirlýsing Alþingis sem síðan er hrint í framkvæmd með lagasetningu um framkvæmd einstakra liða.

Hér á eftir er fjallað um nokkur atriði er varða framkvæmd einstakra kafla þingsályktunarinnar og lagt mat á hvað hefur tekist vel og hvað betur mætti fara.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
framkvaemd_thingsalyktunar.pdf 182.6Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta