Titill: | Stækkun Evrópusambandsins : áhrif á stöðu Íslands innan EESStækkun Evrópusambandsins : áhrif á stöðu Íslands innan EES |
Höfundur: | |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/7718 |
Útgefandi: | Utanríkisráðuneytið, viðskiptaskrifstofa |
Útgáfa: | 15.05.2001 |
Efnisorð: | Evrópusambandið; Evrópska efnahagssvæðið; Evrópusamruni; Ísland |
Tungumál: | Íslenska |
Tengd vefsíðuslóð: | http://www.utanrikisraduneyti.is/media/Skyrslur/StaekkunESB_juni2001.doc |
Tegund: | Bók |
Gegnir ID: | 991000093859706886 |
Athugasemdir: | Samantekt þessari er ætlað að gefa nokkurt yfirlit yfir áhrifin á stöðu Íslands í EES samstarfinu af þeirri fjölgun aðildarlanda ESB, sem nú standa yfir samningar um. Greinargerðina ber að skoða með hliðsjón af því að hún er reist á þeirri vitneskju sem aðgangur hefur verið að um það leiti sem hún er rituð, en samningar um stækkun leiða sífellt meira í ljós eftir því sem á þá líður. Þannig er t.d. ekki vitað um þessar mundir hvers konar eða hversu mikla aðlögun verður samið um fyrir umsóknarlöndin eða fyrir aðildarlönd ESB. Verður það því að koma til skoðunar síðar, þegar slíkar upplýsingar liggja fyrir.
Í því sem hér fer á eftir verður einungis fjallað um stækkunina út frá EES. Þessi þröngi rammi skilur eftir samstarfssvið, sem eru utan EES og lætur ósnerta ýmsa aðra mikilvæga þætti, sem geta haft veruleg áhrif á stöðu Íslands. Þannig er ekki fjallað um myntbandalag ESB, né heldur samstarf á sviði öryggis og varnarmála, né heldur þær breytingar sem ætla má að verði á pólitísku samstarfi innan ESB og á pólitískri þyngd ESB eftir stækkunina. Schengen-samstarfið mun þarfnast nánari umfjöllunar á öðrum vettvangi. Greinargerð þessi er að meginefni samin af því starfsfólki hinna ýmsu ráðuneyta stjórnarráðsins sem besta vitneskju hafa hver á sínu sérsviði. Með því móti er leitast við að tryggja sem öruggasta efnisumfjöllun. Reglulegir samráðsfundir allra þeirra sem að verkinu komu hafa verið haldnir eftir því sem verkinu miðaði. Hefur utanríkisráðuneytið stýrt þessum samráðsfundum og jafnframt séð um samræmingu á texta eftir því sem föng voru á og tekið saman fyrsta hlutann. Meðan á samningu þessarrar greinargerðar stóð var haft samráð við aðila atvinnulífsins í samráðsnefnd um EES-málefni sem starfar á vegum félagsmálaráðuneytis. Jafnframt var haldinn fundur með fulltrúum atvinnugreina til þess að skiptast á skoðunum um hugsanleg vandkvæði og tækifæri sem stækkun ESB hefði í för með sér fyrir íslenskan atvinnurekstur. Er áformað að halda áfram slíkum skoðanaskiptum í framtíðinni, væntanlega ársfjórðungslega, nema annars verði óskað. Efni því sem hér fer á eftir er þannig skipað, að í fyrri hluta samantekarinnar er yfirlit um stækkunarferlið innan ESB, hvernig staðið er að samningunum og hver er staða samninganna um þessar mundir, sem og nokkur umfjöllun um hvernig samningarnir um stækkun ESB falla að og tengjast stækkun EES. Loks er samantekt þar sem leitast er við að draga saman helstu niðurstöður og setja fram ábendingar eftir því sem ástæða þykir til á þessu stigi. Í öðrum hluta koma kaflar um hin einstöku efnissvið sem til umfjöllunar hafa verið og fer nokkuð eftir atvikum og tilefni hversu ítarlegir þeir eru hver um sig. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
StaekkunESB_juni2001.doc | 652Kb | Microsoft Word |
Skoða/ |