#

Fuglaathuganir í Reyðarfirði vegna fyrirhugaðs álvers

Skoða fulla færslu

Titill: Fuglaathuganir í Reyðarfirði vegna fyrirhugaðs álversFuglaathuganir í Reyðarfirði vegna fyrirhugaðs álvers
Höfundur: Halldór Walter Stefánsson 1964 ; Skarphéðinn G. Þórisson 1954
URI: http://hdl.handle.net/10802/7647
Útgefandi: Náttúrustofa Austurlands
Útgáfa: 09.1999
Ritröð: Náttúrustofa Austurlands ; NA-13
Efnisorð: Fuglar; Fuglalíf; Umhverfisáhrif; Reyðarfjörður
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.na.is/utgefid/13.allt%20saman.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991001589179706886
Athugasemdir: Myndefni: töflur
Útdráttur: Að beiðni Náttúrustofu Austurlands voru fuglar rannsakaðir í Reyðarfirði frá Bjargatanga að Hólmanesi vegna fyrirhugaðs álvers. Hér verður gerð grein fyrir helstu þáttum rannsóknanna sem fram fóru sumarið 1999 og niðurstöður þeirra kynntar.

Farið var um svæðið í byrjun apríl og það metið og gerð áætlun um vettvangsvinnu. Í ljósi þess mátti sjá að öll vinna við verkið yrði talsverð ef rannsaka ætti annað og meira en fuglalíf á ræktuðu landi og í skurðum. Við skoðun á svæðinu um miðjan maí kom það sama í ljós er snjó hafði tekið upp af svæðinu.

Í upphafi rannsóknanna var rætt við heimafólk og upplýsingum og heimildum um fugla safnað. Meðal annars var æðarvarpið í Hólmum sérstaklega kannað ásamt varpi annara fugla þar. Fuglalíf með ströndinni var skoðað og tekin voru snið frá fjöru til fjalls til athugunar á þéttleika fugla á svæðinu sem næst er fyrirhuguðu álveri auk þess sem að fuglar voru taldir beinni talningu á vettvangi. Einnig voru fuglar skoðaðir austan fjarðar á Sléttuströnd.

Lögð var áhersla á að rannsaka fugla sem nota svæðið til varps og ungauppeldis yfir sumarið. Rannsóknirnar voru aðallega gerðar í júní. Það hefði verið æskilegt að rannsaka nýtingu fugla og annara dýra á áhrifasvæði álversins á öðrum árstímum, en það var ekki gert sérstaklega í þessum rannsóknum. Hér verður vitnað í rannsóknir sem gerðar voru árin 1982 og 1983 vegna fyrirhugaðrar kísilmálmsverksmiðju í Reyðarfirði, en þær eru meðal annars talningar á fuglum yfir vetrarmánuðina á hluta áhrifasvæðis álversins.

Að loknum rannsóknunum sem gerðar voru á svæðinu sumarið 1999, þá er það mat okkar að fuglalíf sé nokkuð vel þekkt.

Rannsóknirnar í júní 1999 á áhrifasvæði álversins miðuðust við það að staðfesta varp þeirra fuglategunda sem virtust vera algengastar þar, auk þess að metinn var þéttleiki og fjöldi fugla hvort sem þeir nýttu svæðið til varps eða annars.

Í tengslum við varpfuglarannsókn sem höfundar gerðu í öllum Reyðarfirði um svipað leiti, fengust upplýsingar um fuglalíf á Sléttuströnd sunnan fjarðarins.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
13.allt saman.pdf 142.0Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta