| Titill: | Kalstofan á Möðruvöllum : kynning á aðstöðu og rannsóknumKalstofan á Möðruvöllum : kynning á aðstöðu og rannsóknum |
| Höfundur: | Øyvind Meland Edvardsen 1969 ; Bjarni E. Guðleifsson 1942 ; Brynjar Skúlason 1968 |
| URI: | http://hdl.handle.net/10802/7540 |
| Útgefandi: | Rannsóknastöð Skógræktar |
| Útgáfa: | 01.2000 |
| Ritröð: | Skógrækt ríkisins, Mógilsá., Rit Mógilsár ; 2000-2 |
| Efnisorð: | Skógrækt; Trjárækt |
| ISSN: | 1608-3687 |
| Tungumál: | Íslenska |
| Tengd vefsíðuslóð: | http://www.skogur.is/media/rit-mogilsar/Rit_Mogilsar_Nr2_Jan2000.pdf |
| Tegund: | Bók |
| Gegnir ID: | 991001196419706886 |
| Athugasemdir: | Sammendrag: s. 3 Summary: s. 4 Myndefni: myndir, tafla |
| Útdráttur: | Hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins á Möðruvöllum hafa verið stundaðar rannsóknir á kali í túnum frá árinu 1972. Fyrsti búnaður til kalrannsókna var keyptur árið 1984 og síðar fluttur inn í nýinnréttaða kalrannsóknarstofu árið 1987. Rannsóknir hafa einkum beinst að frostþoli og svellþoli ýmissa tegunda túngrasa, hvítsmára og vetrarkorns. Auk þess voru gerðar rannsóknir á öndun og loftskiptum grasa undir svelli. Búnaðurinn hefur verið notaður við rannsóknir á skordýrum, meðal annars rannsóknir á frostþoli sitkalúsarstofna. Í seinni tíð hefur búnaðurinn í auknu mæli verið nýttur af Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins til frostþolsprófana á ýmsum trjátegundum, kvæmum þeirra, fjölskyldum og klónum. Prófað hefur verið frostþol trjáplantna í samspili við skyggingu í gróðrastöð og mismunandi áburðargjöf.
Haustið 2000 var fjárfest í nýjum búnaði sem gefur kost á umfangsmeiri og nákvæmari prófunum á frostþoli plantna, plöntuhluta og frumuræktun í tilraunaglösum. Aðstaðan býður uppá ræktun plantna við stýrða lýsingu og hitastig. Rekstur Kalstofunnar er samstarfsverkefni Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins. |
| Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
|---|---|---|---|
| Rit_Mogilsar_Nr2_Jan2000.pdf | 333.5Kb |
Skoða/ |