#

Evrópska efnahagssvæðið og byggðaþróun : skýrsla unnin að beiðni forsætisráðuneytisins

Skoða fulla færslu

Titill: Evrópska efnahagssvæðið og byggðaþróun : skýrsla unnin að beiðni forsætisráðuneytisinsEvrópska efnahagssvæðið og byggðaþróun : skýrsla unnin að beiðni forsætisráðuneytisins
Höfundur: Sigurður Guðmundsson 1949 ; Forsætisráðuneytið
URI: http://hdl.handle.net/10802/7530
Útgefandi: Byggðastofnun
Útgáfa: 12.1990
Efnisorð: Efnahagssamvinna; Byggðaþróun; Evrópska efnahagssvæðið
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.byggdastofnun.is/static/files/Skyrslur/Evropska_efnahagssvaedid_og_byggdathroun.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991011530129706886
Athugasemdir: Myndefni: línuritMeð bréfi dagsettu 20. febrúar 1990 fól forsætisráðuneytið Byggðastofnun að taka þátt í athugun á áhrifum evrópska efnahagssvæðisins á íslenskan þjóðarbúskap. Þáttur Byggðastofnunar í þeirri heildarúttekt, sem ráðuneytið fór fram á, var að fjalla um áhrif þeirra breytinga sem framundan eru á byggðaþróun. Markmið athugunarinnar er að skýra og skilgreina hagsmuni Íslands í þeirri stefnumótunarvinnu og samningagerð sem er framundan milli EFTA og Evrópubandalagsins. Þessi greinargerð er framlag Byggða-stofnunar í þessu máli. Ekki er hér um endanlega skýrslu um þetta efni að ræða enda hafa enn ekki verið unnar allar þær greinargerðir sem nauðsynlegar eru til að komast megi að endanlegum niðurstöðum.

Ekki er á þessu stigi ljóst til hvaða atriða hið evrópska efnahagssvæði muni ná. EFTA-löndin hafa áhuga á að njóta kostanna við að hafa greiðan aðgang að sameiginlegum markaði Evrópubandalagsins, en eru ekki tilbúin til þess að lúta yfirþjóðlegu valdi eins og aðildarríkin. Fiskveiðistefna bandalagsins er í framkvæmd óaðgengileg fyrir Íslendinga ef tekið er mið af því að krafist er aðgangs að fiskimiðum fyrir frjálsari aðgang að fiskmörkuðum. Miklu máli skiptir fyrir það verkefni, sem hér er reynt að leysa, að hve miklu leyti þjóðir innan hins evrópska efnahagssvæðis munu fylgja sambærilegri stefnu varðandi landbúnaðarmál, sjávarútveg og byggðastefnu almennt.

Ekki er einhlítt að gera grein fyrir áhrifum fyrirhugaðs evrópsks efnahagssvæðis á byggðaþróun. Að svo miklu leyti sem áætlað er að hinir fyrirhuguðu samningar hafi áhrif á atvinnuþróun hér á landi munu þeir hafa áhrif á byggðaþróun. Það sem hlýtur að vera mikilvægast varðandi búsetuþróun innanlands eru þau áhrif semætla má að aðild Íslands að sameiginlegu evrópsku efnahagssvæði hafi á sjávarútveg annars vegar og landbúnað hins vegar. Einhverjar þeirra iðnaðar- og þjónustugreina sem hér eru stundaðar kunna einnig að verða fyrir áhrifum og þá ef til vill sérstaklega þær sem hafa notið einkaréttinda. Ýmsir nýir möguleikar kunna að opnast varðandi atvinnurekstur. Í þessari greinargerð er einungis fjallað um sjávarútveg og þá sérstaklega fiskvinnslu. Þar með er gengið út frá því að landbúnaður verði ekki fyrir neinum breytingum vegna hins evrópska efnahagssvæðis.

Breytingar á byggð í landinu hafa verið mjög örar undanfarin ár, örari en þær voru meðan þéttbýlisvæðingin á fyrri hluta aldarinnar gekk yfir. Núna gengur yfir önnur bylgja þar sem fólk flyst af landsbyggðinni til suðvesturhorns landsins. Íbúum hefur einungis fjölgað undanfarin ár í örfáum hinna fjölmörgu útgerðarstaða hringinn í kring um landið. Í mörgum þeirra hefur íbúum fækkað og sums staðar verulega.

Ekki má horfa fram hjá því að hinar miklu breytingar, sem framundan eru á umhverfi atvinnurekstrar í Evrópu, munu að öllum líkindum hafa almenn áhrif á búsetu fólks á Íslandi frekar en sérstaklega í einu héraði umfram annað. Um þetta atriði verður ekki fjallað sérstaklega hér.

Í þessari greinargerð verður fyrst fjallað um hvaða breytinga má vænta á búsetuþróun al-mennt vegna þess aukna frjálsræðis sem sameiginlegur markaður í Evrópu mun hafa í för með sér. Þar næst er fjallað um það með hvaða hætti Evrópubandalagið sjálft og aðildarríki þess hyggjast bregðast við þeirri þróun. Í þriðja hluta verður fjallað um sjávarútveginn sérstaklega, en þar má búast við mestum breytingum. Í fjórða lagi eru dregnar niðurstöður og fjallað um hagsmuni Íslands í þeim samningum um evrópskt efnahagssvæði sem framundan eru.

Sumt af því sem hér verður sagt byggir á greiningu á því sem líklegt er að gerist á næstu árum með sameiginlegum innri markaði Evrópu, hvort sem af samningum um evrópskt efnahagssvæði verður eða ekki.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Evropska_efnahagssvaedid_og_byggdathroun.pdf 412.8Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta