Titill: | Kynjakrónur : handbók um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð.Kynjakrónur : handbók um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð. |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/7324 |
Útgefandi: | Fjármála- og efnahagsráðuneytið; Jafnréttisstofa |
Útgáfa: | 2012 |
Efnisorð: | Hagstjórn; Fjárlagagerð; Kynjafræði; Jafnréttismál |
ISBN: | 9789935428127 (ób.) |
Tungumál: | Íslenska |
Tengd vefsíðuslóð: | http://jafnretti.is/D10/_Files/Kynjakr%C3%B3nur_bokin.pdf |
Tegund: | Bók |
Gegnir ID: | 991002153749706886 |
Athugasemdir: | Myndefni: myndir, línurit, töflur Kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð er í senn stefna og tæki sem hefur verið að ryðja sér til rúms á alþjóðavettvangi á síðustu áratugum. Aðferðafræðin er þó lítt þekkt hér á landi og brýn þörf er á fræðslu og leiðbeiningum um hvernig hægt er að nýta kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð (hér eftir nefnd KHF). Handbókin er samstarfsverkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Jafnréttisstofu. Hún er hluti af verkefninu Samstíga (sjá: samstiga.is), sem er mikilvægur liður í fræðslu og upplýsingamiðlun Jafnréttisstofu. Með því er leitast við að kynna stjórnendum og starfsfólki sem fæst við stefnumótun aðferðafræði kynjasamþættingar sem er sú aðferð sem jafnréttislög kveða á um að notuð sé. Kynjasamþætting er lögbundin á Íslandi en í 17. gr. jafnréttislaga, lög nr. 10/2008, segir að kynjasamþættingar skuli gætt við: „alla stefnumótun og áætlanagerð sem gerð er á vegum ráðuneyta og opinberra stofnana er starfa á málefnasviði þeirra. Hið sama gildir um alla ákvarðanatöku innan ráðuneyta og stofnana eftir því sem við getur átt.“ Tengingin milli KHF og kynjasamþættingar er sú að KHF snýst um að beita kynjasamþættingu á fjárlagaferlið. Þessi handbók er ætluð þeim sem vilja fá innsýn í um hvað KHF snýst og hvernig hægt er að bera sig að við fyrstu skrefin á einfaldan og handhægan hátt. Hún byggir á reynslu fyrsta hluta innleiðingar KHF hjá ríkinu sem hófst árið 2009 en hún ætti jafnframt að nýtast þeim sem starfa hjá sveitarfélögum eða frjálsum félagasamtökum. Í handbókinni er fjallað um undirstöður KHF, hvernig hægt er að velja og undirbúa verkefni ásamt því að sýna nokkur tæki sem hægt er að nota við greiningar. Þá eru einnig nokkur sýnidæmi, flest byggð á tilraunaverkefnum hjá ríkinu en einnig er kynnt eitt nemendaverkefni úr kynjafræði við Háskóla Íslands. Markmiðið með handbókinni er að auðvelda innleiðingu á KHF til að draga úr misrétti og færa okkur nær jafnrétti kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
Kynjakrónur_bokin.pdf | 6.797Mb |
Skoða/ |